Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 14
Jóhann Hjaltason:
Það, sem
einu sinni var
Fyrr, í upprifjunarþáttum þessum var þess getið, að vorið 1906
hefðu aðeins 4 íbúðarhús verið á Hólmavík. Það var fyrst og
fremst verzlunar- og íbúðarhús Riisverzlunar, þá níu ára gamalt,
byggt sumarið 1897. Hús Guðmundar læknis Schevings, er ávallt
var nefnt læknishúsið. Lét Guðmundur læknir byggja það vorið
eða sumarið 1903, þegar hann flutti frá Smáhömrum. Um svipað
leyti eða jafnvel sama ár byggði Ari Magnússon, bróðir Kristínar
eldri í Hólurn, lítið timburhús skammt norðvestan við Riishúsið,
á milli þess og húss Guðmundar læknis. Vorið 1907 mun Ari hafa
selt hús þetta systursyni sínurn, Hjalta Steingrímssyni frá Hólum
í Staðardal. Hjalti var þá enn einhlevpur og stundaði smíðar og
sjósókn. Sunnan megin og allmiklu neðar á eyrinni var svo íbúðar-
og verzlunarhús kaupfélagsins, sem þar í sveit og á þessum árum
gekk undir nafninu Söludeildin. Líklega hefur ekki verið búið þar
að staðaldri eða árið um kring fyrr en vorið 1907, þegar Guðjón
kaupfélagsstjóri Guðlaugsson flutti þangað með fjölskyldu sína, al-
12