Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 17
máli, að minnsta kosti hvað snerti útvegun kennsluáhalda og
námsbóka. Skólaborðin smíðaði Hjalti Steingrímsson, samkvæmt
teikningum frá fræðslumálastjóminni. Var hvert borð ætlað tveim-
ur, ásamt viðfestu sæti. Slík skólaborð voru lengi við líði víða rnn
land, en munu nú vera horfin úr öllum skólum hérlendis. Kenn-
ari þennan vetur var Kristinn Benediktsson, er útskrifazt hafði
frá Kennaraskóla íslands vorið áður. Kristinn virtist þegar hverj-
um manni vel og var dáður mjög af nemendum sínum, að verð-
leikum.
Ég veit ekki hvaða ár lausakaupmenn (spekúlantar) byrjuðu
að verzla á Skeljavík, en trúlega hefur það verið um svipað leyti
og föst verzlun hófst á Borðeyri, þ.e. í kringum miðja 19. öld eða
litlu síðar. Sá kaupskapur fór aðeins fram að sumrinu, nokkurra
vikna tíma, meðan skipin lágu á víkinni. Verzlað var um borð
og sett upp sölubúð undir þiljum, fyrir álnavöru, erlend búsá-
höld og ýmsan smávaming. Þótt lítið væri þá um peninga í land-
inu og þeir torgætir meðal almennings, mun samt hönd hafa selt
hendi, að langmestu leyti. Aðalkaupeyrir bænda var vorullin, það
er að segja í viðskiptum við lausakaupmennina, og svo auðvitað
dúnn og selskinn hjá þeim, sem bjuggu á hlunnindajörðum. Að
þessari sumarverzlun á Skeljavík, mestallan síðari helming 19.
aldar, mun hafa sótt fólk úr öllum nærliggjandi sveitum og einnig
i einhverjum mæli sunnan yfir fjall, það er úr Geiradal, Reyk-
hólasveit og jafnvel Gufudalssveit.
Guðjón Jónsson, fyrrum bóndi á Litlu-Brekku í Geiradal, bróðir
^ra sýslumanns Arnalds og Halldóru húsfreyju í Tröllatungu,
konu Jóns bónda þar og söðlasmiðs Jónssonar, birti í blöðum og
hmaritum, á árunum um og eftir 1940, ýmsa vel ritaða fróðleiks-
ýg ininningaþætti. Síðan var nokkrum þeirra safnað saman í bók-
inni: „Á bemskustöðvum“, sem út kom hjá ísafoldarprentsmiðju
arið 1946. Einn af minningaþáttum bókarinnar nefnist: „Spekúl-
antsskip á Skeljavíkurhöfn“. Þar segir höfundur meðal annars
frá: „Ég mun hafa verið á 14. árinu, þegar ég átti einn góðan
veðurdag að fá að fara norður á Skeljavík í Steingrímsfirði í verzl-
Onarerindum, með bróður mínum og systur minni fulltíða".-------
15