Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 18

Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 18
(Foreldrar Guðjóns, Jón Finnsson og Sigríður Jónsdóttir, bjuggu lengst af á Hjöllum í Þorskafirði, en Hjallar er austasti bærinn í Gufudalssveit og næsti bær við Múla (Múlakot), sem er bæja vestastur í Reykhólasveit. Guðjón fæddist á Hjöllum 8. febr. árið 1870, og ólst þar upp til fullorðinsára, að ég hygg. Ef það er rétt munað hjá honum, að hann hafi verið á 14. ári (sem ég raunar efast um), þegar hann fór fyrmefnda verzlunarferð norður á Skeljavík, þá hefur það verið sumarið 1883). Síðan segir Guð- jón: „Við vorum með nokkra hesta klyfjaða af vorull, og áttum að taka til baka ýmsar heimilisnauðsynjar, sem þar kynnu að fást. ------Það var hlýr og bjartur júlídagur og tún nær hálfslegið, svo að töðuilmurinn barst að vitum manns.-----------Stórstraumsfjara var og stutt inn á Vaðalinn, tókum við land á Vaðalseyri inn frá Kinnarstöðum, héldum þar með garði og sem leið liggur norðan við Berufjarðarvatn“. Þá segir greinarhöfundur frá því, að þau systkin fóru fram hjá Hríshóli og Munaðstungu, en þaðan lá aðal- vegurinn og liggur víst enn upp á Laxárdalsheiði. Ennfremur get- ur hann þess, að heiðin liggi norður til Víðidalsár í Strandasýslu og að Skeljavíkin sé rétt innan við ós þeirrar ár, sem sá bær er kenndur við. Hins getur hann ekki, að allfjölfarin leið niður af heiðinni norðan megin var einnig um Kerlingarskarð og Þiðriks- valladal. Fyrir innan ósinn á Víðidalsá em sléttar sjávargrundir, svonefndar Skeljavíkurgmndir, ca. 2ja til 3ja km. leið. Þegar þeim lýkur taka við gróðurlítil klif og klettatangar í sjó út, nálega alveg inn að víkurbotninum, sem er sandfjara. Góðan spöl fyrir innan grundirnar er svonefndur Skipatangi, sem á dögum spekúl- antanna var lendingarstaður ferjumanna, er þeir fluttu fólk og vaming á milli skips og lands. Vík ég þá aftur að frásögn Guðjóns, er svo hljóðar: „Seinni- part dagsins komum við þangað, (þ.e. til Skeljavíkur) og varð mér starsýnt á hin miklu hafskip með öllum seglbúnaði. A sumum voru seglin hefluð við rámar, en á öðmm blöktu þau til þerris í hægum kvöldblænum. — — Þarna gengu bátar stanzlaust milli skipa og lands, og fluttu vömr og viðskiptamenn á milli eftir þörfum. Bróðir minn fór með fyrstu ferð fram til að forvitnast um vömverð, en ég átti að gæta 16
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.