Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 19
Frá Hólmavík.
hrossanna og vera systur minni sem einskonar vergi, því að þama
voru nokkrir Baunverjar í landi með báta sína, sem höfðu þann
starfa að flytja viðskiptavini milli skipa og lands, og kepptust um
að ná sem flestum viðskiptavinum hver fyrir sitt skip, en þau voru
þarna þrjú.-----Við systir mín hölluðum okkur í brekkunni og
heyrðum undir væng: „Det er en flot Dame“-----„Det er Silke“,
sógðu þeir, og munu hafa átt við slörið á reiðhattinum grænt á
ht. Nú kom bróðir minn frá borði og hafði nú ákveðið hvar við
skyldum verzla. — — Þegar kom á skipsfjöl, voru þar fyrir pokar
°g pinklar viðskiptamanna, á þilfarinu og blindös var í búðar-
hytrunni undir þiljum. Þar var útbúið búðarpláss með hillum fyr-
lr allskonar vaming, svo sem leirtau allskonar, álnavöru o.s.frv.,
°S var furða hve margbreytt þetta var í svo takmörkuðu rými.
— Blindös var í búðinni, sumir með fullri skynsemi og tóku
Vel eftir hverju fram fór, en aðrir hálfir og röfluðu eins og þessi:
„Þú ert maður manns, af blóði
margt gott þér er léð.
En hábölvaður syndasóði
svona í og með“. *
17