Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 21
Gamla höfnin. Nýja höfnin.
manna um borð í spekúlantaskipunum á Skeljavík, kemur mér í
hug stutt saga um sama efni, sem skráð er í Prestaævum Sighvats
Borgfirðings (Handrit í Landsbókasafni). Fræðimaðurinn Sig-
hvatur Grímsson Borgfirðingur bjó í 4 ár á Klúku í Bjarnarfirði
(1869—1873). Þá var séra Magnús Hákonarson prestur á Stað
1 Steingrímsfirði (1868—1875) og um þær mundir kominn á efr’
ar (f. 1812), en hélt sér vel að fimleik og kröftum, hafði og verið
orðlagður íþrótta- og hraustmenni fyrr á árum. Sighvatur var
sJonar- og heymarvottur að fyrmefndum atburði, sem hann efa-
Hust skráir til þess að lýsa frábærri hreysti séra Magnúsar. Sig-
hvati segist svo frá: „Sumarið 1871 lá spekúlantsskipið Metta á
Skeljavík. Var það eign Clausens stórkaupmanns í Stykkishólmi,
(n Bjarni Sandholt var verzlunarstjóri um borð. Skip þetta var
st°r skúta og djúp. Var miðlestin höfð opin og innréttuð sem
Verzlunarbúð. Á þilfarinu var margt manna og flestir hreyfir af
Vlm» þar á meðal Jömndur Gíslason bóndi á Hafnarhólmi, er fór
f asandi og slagaði mjög. Séra Magnús var meðal þeirra, er þangað
v°ru komnir í verzlunarerindum. Bað hann menn þá, sem á þil-
larinu vom að fara gætilega hjá lestaropinu, að þeir ekki féllu þar
oiður. Ofan í lestina og búðina þar var ella gengið um mjóan
shga, og fór nú prestur þangað sem aðrir, en hafði þó ávallt gætur
'l Jönindi uppi á þilfarinu.
19