Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 25
Jörundur Gestsson frá Hellu:
V'ikingsslysið
Það var holskefla myrkurs, sem brotnaði um vitund vora,
er váfregnin, helköld, barði að dyrum og sagði:
Víkingur horfinn í æginn, með öllu, án spora
og örlagaþræðimir slitnir á augabragði.
Það veit enginn hvenær bana boðinn sig hefur
til brots, og hremmir farkostinn smáa og grefur.
Og enn hefur gerst hin þungbæra sorgarsaga,
að sjómenn að starfi kallinu mikla hlýða,
og konur og börnin í uggleysi andann draga
og una að von, um heimkomu þeirra og bíða,
unz brestur vonin og ósköpin yfir dynja
og allar framtíðar hallimar saman hrynja.
Og leit er hafin um líklega staði alla
á landi og sjó, en brimið við ströndina svellur.
Og lágfleygar vonir um sjálfar sig feigar falla
í formlausan skugga harmleiks, og tjaldið fellur.
En bak við tjaldið á blikandi vegum drafnar,
er báti snúið til lands hinnar eilífu hafnar.
23