Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 26
En föðurlaus börnin og ekkjumar eftir standa
með örlagadóminn og sorgina í döpru hjarta,
og tómleikinn leggst á hugann og vekur óræðan vanda
og vonleysið fyllir húsin með skuggana svarta,
en huggunin bezta er minning um ljúflinga látna,
sem lýsir upp myrkrið og þerrar vangana grátna.
En Pétur og Guðfinnur lifa í minni manna,
margra vina, sem harma hvarf þeirra beggja.
Hraustir sjómenn og traustir til allra anna
alltaf fúsir til hjálpar sinn hlut að leggja.
1 sjómannahópnum er tveggja skarð fyrir skildi
skarð, sem vandi er að fylla með sama gildi.
Og móður í fjarlægð saknaðarbenjar blæða,
er brotsjórinn elzta son hennar tekið hefur,
en ástvina bænirnar lyftast til himinhæða
og harmurinn sættist við drottin sem lífið gefur,
því skuggi dauðans er fæðing til fyrirheita
frelsandi kærleiks, sem alvaldsins náð mun veita.
Sjómannsins æfi er áhætta alla daga.
Orlögin ráða hvort landtaka verður fengin.
Þegar ýtt er frá landi, hefst ein sjóferðasaga,
en sögulok eru óræð og þekkir enginn.
Einn nær til lands, þá annar á sköp í skafli.
Það skiptir um vinning í lífsins og dauðans tafli.
24