Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 27
Brynjólfur Sœmundsson:
Strandaannáll 1970
Tíðarfar:
Fyrstu þrjá mánuði ársins var norðanátt ríkjandi, oft með
töluverðu frosti og þrálátri fannkomu. Bætti snjó á snjó ofan
svo að fannir urðu óvenju miklar. Aldrei geroi umtalsverða
hláku, en þegar kom fram í miðjan apríl og sólar tók að gæta
að nokkru ráði varð mikil leysing vegna sólbráðar. Síðustu daga
aprílmánaðar hlýnaði nokkuð og hélzt það fram undir miðjan
maí, en þá komu hlýjustu dagar þess mánaðar. Vottaði þá
fyrír örlítilli gróðurnál. Annars var maímánuður yfirleitt mjög
vætusamur og kaldur. Aðfaranótt hins sjötta maí varð verulegt
öskufall víðast hvar í sýslunni frá Heklugosi. Olli það bændum,
ásamt óvenjulegri vætutíð miklum óþægindum við sauðburð.
Urðu margir fyrir töluverðum búsifjum af þessum sökum, lamba-
dauði varð óvenju mikill og nokkur dæmi voru þess að bændur
misstu fullorðið fé. Verst urðu þeir úti sem orðnir voru hey-
knappir, en hey voru víða að ganga til þurrðar eftir gjafa-
frekan vetur. Júnímánuður var sæmilega hlýr, en gróðri fór þó
mjög hægt fram. Segja mátti þó að sæmilegur sauðgróður væri
kominn viku af júní.
Júlímánuður var fádæma kaldur, einkum þrjár fyrstu vik-
urnar. Varð þá alger kyrrstaða í sprettu og gat því sláttur ekki
hafist fyrr en nokkuð var 'liðið fram í ágúst. Heyskapartíð var
þá allgóð, en heyfengur varð af skomum skammti vegna sprettu-
leysis.
Haustveðrátta var hagstæð. Kom það sér vel við fjárrag,
slátrun og önnur hauststörf. Vegir vom færir urn allt héraðið
ovenju langt fram eftir hausti. Héldust góð veður fram í nóv-
crnbcrmánuð og drýgði það rýran heyfeng bænda, því að fén-
aður varð venju fremur vel undir veturinn búinn.
25