Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 29
Unnið var að framræzlu með skurðgröfu. Alls voru grafnir
skurðir að lengd 37,8 km og 113.438 m!. Einnig var unnið nokk-
uð að landþurrkun með kílplóg.
Jarðabótamenn voru 103.
Búseta lagðist niður á átta jörðum á árinu, en það voru
Kaldrananes II og Bassastaðir I í Kaldrananeshreppi, Gilsstaðir
°g Innri-Ós í Hrófbergshreppi, Víðidalsá í Hólmavíkurhreppi,
Hlíð í Fellshreppi, Árdalur í Óspakseyrarhreppi og Stóra-Hvalsá
í Bæjarhreppi.
Flestar þessar jarðir eru þó nytjaðar áfram að einhverju leyti
°g á sumum þeirra dvelst fólk hluta úr árinu.
Sjávarafli:
Tafla II sýnir magn og tegundir unninna sjávarafurða í hin-
um einstöku verstöðvum:
Tafla II:
Gjögur
Hjúpavík
Hrangsnes
Hólmavík
Samtals
Rækja
41.177 kg
63.102 —■
104.279 kg
kassar
5.091 ks
8.458 —
13.549 ks
Fiskur
6.000 kg
7.000 —
87.058 —
84.743 —
184.801 kg
kassar
120 ks
140 —
3.098 —
3.016 —
6.374 ks
Rækjuaflinn var allur skelflettur og frystur. Fiskurinn á Drangs-
nesi og Hólmavík var allur pakkaður og frystur. Fiskurinn á
Hjögri og Djúpavík var allur saltaður og pakkaður í 50 kg
Pakka.
PjÖlmargir stunduðu grásleppuveiði, en ekki reyndist unnt að
afla upplýsinga um aflamagn, vegna þess hvað margir verka
aflann. Mjög hefur færst í vöxt að aðkomumenn stundi grá-
sHppuveiði á Ströndum, aðallega menn burtfluttir úr héraðinu.
Tveir bátar, Flugaldan frá Djúpavík og Guðrún Guðmunds-
Hóttir frá Kleifum lögðu fyrir hákarl og gekk sú veiði allvel.
Tafla III sýnir afla úr sjó af rækju og fiski hjá einstökum bát-
um:
27