Strandapósturinn - 01.06.1972, Síða 30
Tafla III:
Rækja Fiskur
Flugaldan, Djúpavík 16.600 kg
Bryndís, Drangsnesi 2.545 kg
Sólrún, Drangsnesi 55.781 — 49.335 —
Pólstj arnan, H amarsb æli 65.763 — 34.310 —
Guðrún Guðmundsdóttir, Kleifum 67.281 — 112.600 —
Birgir, Hólmavík 25.673 —
Draupnir, Suðureyri 11.150 —
Hilmir, Hólmavík 45.358 — 128.425 —
Hrefna II, Hólmavík 50.004 - 12.755 -
Kópur, Hólmavík 61.124 — 10.855 —
Sigurfari, Hólmavík 56.939 — 74.335 —
Víkingur, Hólmavík 82.610 — 11.005 —
Vísir, Sauðárkróki 39.377 —
Nýir bátar:
Tveir bátar bættust í flota Hólmvíkinga á árinu. Annar, Sig-
urbjörg eign Jóhanns Guðmundssonar var nýr plankabyggður
eikarbátur, smíðaður á Fáskrúðsfirði. Báturinn er 17 tonn, fram-
byggður og með gafli. Hann er knúinn 150 hestafla Kelvin
Dorman dieselvél og búinn radar og öllum venjulegum siglinga-
tækjum. Þá er hann búinn 50 mm skutulbyssu.
Hinn báturinn, Birgir eign Ástvaldar Péturssonar, sem flutti
til Hólmavíkur á árinu er 15 tonn, smíðaður 1969 í Stykkis-
hólmi. Hann er plankabyggður, knúinn 125 hestafla Caterpill'
ar diselvél, búinn radar og öllum venjulegum siglingatækjum-
Opinberar framkvæmdir:
Lokið var við að leggja rafmagnslínu á alla bæi í Bæjar-hreppö
nema Valdasteinsstaði, frá orkuverinu við Laxá á Ásum. Þá var
byggt yfir varastöð sem sett var upp á Drangsnesi og hún tengd
inn á orkuveitukerfi Þvrerái"virkjunar.
Lokið var viðgerðum á höfninni á Drangsnesi. Unnið var
áfram að byggingu heimavistarbamaskólans á Klúku í Bjamar-
firði. Einnig var unnið áfram að viðgerðum á húsi Bama- °$
28