Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 31
unglingaskólans á Hólmavík. Unnið var að endurbótum á vatns-
veitu Hólmavíkur. Byggt var dæluhús við borholu og lokið við
lögn frá henni. Einnig var lögð vatnsleiðsla frá Miðaftansvötn-
um til að auka við vatnið.
Nokkuð var unnið að vegagerð í sýslunni á árinu. Byggður
var nýr vegur frá Kjörseyri að Hlaðhamri 2,5 km. Byggður var
0,8 km langur vegur að fyrirhugaðri endurvarpsstöð sjónvarps
við Skeljavík. Byggður var nýr vegarkafli hjá Hamarsbæli 1,3
km. Malborinn var 2,0 km langur nýbyggður vegarkafli á veg-
inum fram Staðardal. Þá var lagður 0,5 km langur vegur heim
að Laxárdal í Hrútafirði og 0,4 km langur vegur heim að Gröf
í Bitru.
Byggð var 24 m löng brú á Laxá í Hrútafirði. Einnig var
byggð brú á Ingólfsfjarðará. Var hún byggð úr timbri, aðallega
rekavið og fyllt að með grjóti.
Mest var unnið að viðhaldi vega á köflunum frá Ennishálsi að
Hvalsá í Tungusveit og frá Djúpavík að Kjörvogi.
íþróttir.
Héraðsmót H.S.S. var haldið í Sævangi í ágústmánuði. Fimm
félög kepptu þar í frjálsum íþróttum. U.M.F. Geisli á Hólmavík
varð stigahæst.
Sundmót H.S.S. var haldið að Gvendarlaug að venju. Fjögur
félög sendu keppendur á mótið og varð Sundfélagið Grettir í
Bjarnarfirði stigahæst.
Héraðssamband Strandamanna og Ungmennasamband Vest-
Ur-Húnvetninga lcepptu í knattspymu og frjálsum íþróttum á
móti sem haldið var í Reykjaskóla í ágústmánuði. Strandamenn
llnnu þar í báðum greinum.
Knattspymulið H.S.S. tók þátt í knattspyrnukeppni U.M.F.Í.
hl undirbúnings Landsmótinu á Sauðárkróki, en komst ekki
afram í þeirri keppni, varð þriðja í sínum riðli.