Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 34
Önnur ræktun þ.e. endurrækt og frumrækt var 149,02 ha.
Túngirðingar voru 13,14 km.
Byggingar þ.e. áburðargeymslur og hlöður \ ru 1.829 m3.
Súgþurrkunarkerfi voru 60 m2.
Unnið var að framræzlu með skurðgröfu. Alls voru grafnir
skurðir að lengd 24,9 km og 58.951 m3.
Jarðabótamenn voru 97.
Byrjað var á byggingu á einu íbúðarhúsi í sýslunni. Var það á
Krossnesi í Árneshreppi, en gamla íbúðarhúsið sem var timbur-
hús brann til grunna þann 17. marz.
Búseta lagðist niður á 10 jörðum á árinu, en það voru Selja-
nes, Ingólfsfjörður, Eyri, Melar I, Stóra-Ávík og Kjörvogur í
Ámeshreppi, Skarð, Bakki og Kleifar á Selströnd í Kaldrananes-
hreppi og Ytri-Ós í Hrófsbergshreppi.
Landssímastöðin sem var á Eyri í Ingólfsfirði var flutt að
Finnbogastöðum.
Sjávarafli:
Tafla II sýnir magn og tegund unninna sjávarafurða í hinum
einstöku verstöðvum:
Tafla II:
Rækja kassar Fiskur kassar
Gjögur 6.000 kg 120 ks
Djúpavík 11.500 — 230 —
Drangsnes 45.409 kg 6.038 ks.
Hólmavík 95.525 — 9.782 — 50.149 — 1.809 —
Samtals 140.934 kg 15.820 ks. 67.649 kg 2.159 ks.
Rækjuaflirm var allur skelflettur og frystur. Fiskurinn á Hólma-
vík var allur pakkaður og frystur, en á Gjögri og Djúpavík var
hann allur saltaður og pakkaður í 50 kg pakka.
Grásleppuveiði var feikna mikið stunduð. Ekki reyndist unnt
að afla öruggra upplýsinga um magn aflans, sökum þess hvað
margir fást við söltun hrognanna, en víst má telja að framleiðsl-
an af grásleppuhrognum hafi verið 1600—2000 tunnur.
32