Strandapósturinn - 01.06.1972, Side 35
Lagt var fyrir hákarl, en lítið aflaðist. Einn bátur, Sigurbjörg
frá Hólmavík stundaði hrefnuveiðar yfir sumarmánuðina og gekk
sú veiði allvel.
Tafla III sýnir afla úr sjó af rækju og fiski hjá einstökum
bátum:
Tafla III:
Rækja Fiskur
Flugaldan, Djúpavík 2^ .400 kg
Bryndís, Drangsnesi 37.066 kg
Sólrún, Drangsnesi 33.638 —
Pólstjaman, Hamarsbæli 91.384 —
Guðrún Guðmundsdóttir, Kleifum 76.988 — 80.090 —
Birgir, Hólmavík 108.121 — 1.715 —
Hilmir, Hólmavík 70.142 —
Hrefna, Hólmavík 23.297 —
Kópur, Hólmavík 81.914 — 4.810 -
Sigurbjörg, Hólmavík 87.650 — 16.195 -
Sigurfari, Hólmavík 76.849 — 46.975 —
Víkingur, Hólmavík 20.393 —
Sjóslys:
Hinn 17. marz fórst Víkingur frá Hólmavík. Síðast heyrðist
til bátsins er hann var staddur út af Kaldbaksvík á leið til rækju-
veiða í Reykjarfirði, ásamt fleiri bátum. Víðtæk leit var gerð á sjó,
úr lofti og á landi, en reyndist árangurslaus. Tveir menn fórust
með bátnum, skipstjórinn, Pétur Áskelsson og Guðfinnur Sveins-
son báðir frá Hólmavík.
Opinberar framkvœmdir:
Lögð var rafmagnslína að Valdasteinsstöðum í Bæjarhreppi. Þá
var lögð háspennulína frá Sandnesi norður yfir Bjamarfjarðar-
háls til Bjamarfjarðar. Tveir notendur fengu rafmagn frá þeirri
línu. Vora það Klúkuskóli og einn bær, Klúka.
Stækkuð var ferðamannaverzlun Kaupfélags Hrútfirðinga á Brú
í Hrútafirði. Eftir stækkunina er byggingin um 200 m2 að gmnn-
33