Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 40
Jóhannes Jónsson frá Asparvik:
Hákarlaveiðar upp um /s
Einn þáttur í hinni hörðu lífsbaráttu Strandamanna fyrr á
tímum, voru hákarlaveiðar upp um ís.
Þegar hafís rak að landi og varð samfrosta, fóru menn út á
ísinn, hjuggu vakir og lögðu út hákarlafærum. Oftast fengu
menn einhverja veiði og stundum mikla. Eins og að líkum lætur,
var þetta oftast harðsótt og erfitt, mikil frost voru alltaf samfara
ísnum, er hann varð samfrosta og huldi alla firði og flóa og stund-
um langt út til hafs.
Vegna fátæktar, voru margir ekki nógu vel búnir að skjólfötum
og reyndi þá mjög á harðfengi manna, einnig var oft mjög erfitt
að bjarga afla að landi. Að draga þunga sleða, með eigin líkams-
afli, í ófærð, oft um langan veg, var ótrúleg þrekraun, en menn
þekktu ekki aðra orku en eigin krafta og var talið sjálfsagt og
eðlilegt.
En það sem vekur mesta furðu er, að konur og unglingar voru
oft við að draga aflann að landi, því fulltíða karlmenn voru flest-
ir við að draga og drepa hákarlinn. En lífsbaráttan var hörð, allir
urðu að taka þátt í þeirri baráttu, ungir sem gamlir, sem eitthvert
lið var í.
Síðast var þesá veiðiaðferð stunduð á Ströndum, á fyrsta tug
þessarar aldar, enn er því á lífi fólk, sem tók þátt í henni sem
unglingar en er nú orðið gamalt og man ekki að segja frá öllum
smáatriðum í þessu sambandi, en aðalatriðin eru í fersku minni.
Frásögn sú, er hér fer á eftir, er skráð eftir Agnari Jónssyni frá
Hrauni í Ameshreppi, og Guðfríði Kristjánsdóttur frá Litlu-Ávík,
en þau voru bæði sem unglingar þátttakendur í þessum veiðiskap.
38