Strandapósturinn - 01.06.1972, Qupperneq 42
svo hann frysi betur og hællinn yrði öruggt festarhald. Þegar fær-
in voru dregin, lágu þau við vakarbrúnina og drógust við ísinn.
Þegar stærri hákarlar fengust, varð oft að stækka vakimar, svo
hægt væri að ná þeim upp. Stórir járnkrókar, kallaðir ífæmr,
vom settir í hausinn á hákarlinum og hann svo dreginn með
þeim upp á ísinn. Hákarlinn var ýmist rotaður með til þess gerð-
um tréhnalli, eða stunginn með hákarladrep, en það var jám-
fleinn um það bil álnar langur og tvíeggjaður, festur á langt tré-
skaft.
Nú höfðu færin legið nokkuð lengi úti, en ekki orðið vart við
hákarl, þeirra var vitjað við og við og sett ný beita á sóknirnar,
en tvö færi lágu úti. A Pálmasunnudag gerði norðan vonsku veð-
ur, er hélzt fram á Skírdag, þá birti upp og fór Jón bóndi í Stóm-
Avík þá út að gæta að færunum og hafði með sér Guðjón Guð-
mundsson vinnumann sinn og -ætlaði að draga færin upp fyrir
Páskana. Um klukkustundar gangur var út á miðið sem færin
voru á og nokkuð þungfært. Er þeir félagar drógu upp færin,
var hákarlshaus á öðru færinu, en búið að éta allan búkinn. Kom
nú heldur veiðihugur í þá, þeir beittu strax færin, en beitu, sem
var selspik, áttu þeir geymda í sköturoði hjá fæmnum á ísnum.
Þeir höfðu vart tekið grunnmál, þegar hákarl kom á og drógu
þeir þarna á skammri stund sjö hákarla. Frost var allmikið, en
þeir hhfðarfatalausir og blotnuðu föt þeirra allmikið við að draga
og drepa hákarlana, tók föt þeirra nú mjög að frjósa, svo eigi
varð áfram haldið. Þeir settu þá færin föst og hröðuðu sér til
lands, stirðir til gangs í frostnum fötum, sóttist seinna landleiðin
og sótti á þá kuldi, þeir komust þó slysalaust heim til sín í Stóru-
Ávík.
Var nú ekki aðhafst með veiðiskap á Föstudaginn langa, en
safnað mönnum til frekari aðgerða. Með Jóni Péturssyni í Stóm-
Ávík voru þessir menn: Guðmundur sonur hans, síðar bóndi í
Stóm-Ávík, var þá kóngsins lausamaður sem kallað var. Magnús
Guðmundsson frá Finnbogastöðum, síðar bóndi á Kjörvogi og
Guðjón Guðmundsson frá Litlu-Ávík, þá vinnumaður í Stóm-
Ávík, síðar bóndi á Gíslabala.
Frá Finnbogastöðum var fyrirliði Guðmundur Guðmundsson
40