Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 43
síðar oddviti og bóndi á Finnbogastöðum, með honum voru þess-
ir menn: Finnbogi bróðir hans, síðar einn þekktasti hákarlafor-
maður á Ströndum. Þorkell Guðmundsson frá Bæ í Ameshreppi
og Guðmundur Árnason frá Melum, vinnumaður í Amesi. (Guð-
mundur dmkknaði í Isafjarðardjúpi, hann var sonarsonur Guð-
mundar eldri á Melum). Frá Litlu-Ávík var fyrirliði Jón Magnús-
son bóndi þar, með honum voru þessir menn: Rósant Andrésson
frá Kleifum í Kaldbaksvík, þá búsettur í Litlu-Ávík, átti síðar
lengi heima á Sauðárkróki og Kristján Loftsson, búsettur í Litlu-
Ávík.
Á laugardag fyrir páska, fóm allir þessir menn út með færi og
fékkst mikill hákarl. Á páskadag og annan í páskum var ekki
verið að, en úr því hófst veiðin fyrir alvöru og var nægur hákarl.
Fyrirliðamir komu sér saman um að vera sem næst hvor öðr-
um, svo eigi spillti fyrir veiði. Var nú fiskað af miklu kappi og
fylgdu því miklar vökur og erfiði. Ekki var nóg að drepa hákarl-
inn og draga hann upp á ísinn, það þurfti líka að bjarga aflanum
að landi. Vom nú útbúnir skíðasleðar og sett á þá móhrip, meisar
41