Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 50
Magnús Kristjánsson
Þorkell Guðmundsson k. h. Magðalena Guðlaugsdóttir
hátt megi takast að fá eignaheimild fvrir verzlunarhúsum
útibúsins á Ospakseyri, verzlunaráhöldum, vörubirgðum
skiptingu á sjóðum og annað, er þarf að semja um, áður
en gengið er formlega frá stofnun félagsins.
V. Hafa til skuldbindingareyðublöð til undirritunar fyrir vænt-
anlega félagsmenn."
Eftir mánuð hafði nefndin lokið störfum, og þann 19. marz
var fundur haldinn á Óspakseyri. Á þeim fundi var Kaupfélag
Bitrufjarðar stofnað, og samþykkt lög fyrir félagið. 24 gerðust
félagsmenn. Varð þetta kaupfélag því 30 ára 19. marz 1972.
I stjóm félagsins voru kosnir:
Ólafur E. Einarsson, bóndi, Þórustöðum, formaður
Jón Magnússon, bóndi, Skálholtsvík
Magnús Einarsson, bóndi, Hvítuhlíð.
Samningar við Kaupfélag Hrútfirðinga gengu greiðlega, og
keypt voru görnlu verzlunarhúsin á Óspakseyri, sem þá vom eign
Þorkels Guðmundssonar, ennfremur fékk kaupfélagið útmælda
48