Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 52
Bókhaldsstörf fyrir félagið hefir Magnús Kristjánsson, Þambár-
völlum, lengst af haft á hendi og nú um nokkurt árabil Sigrún
dóttir hans. Félagið hefir gert nokkrar endurbætur á verzlunar-
húsum sínum og aukið við þau eftir ástæðum. Sláturhús var byggt
um eða fyrir 1950. Var það gott hús á þess tíma mælikvarða og
endurbætt eftir því sem talizt hefir þörf á samkvæmt áliti kjöt-
mats- og heilbrigðisyfirvalda.
Árið 1966 var hafin bygging frystigeymslu fyrir félagsmenn og
hún tekin í notkun 1967. Varð það mjög til bóta fyrir félags-
menn. Rafmagn er frá dísilvélum.
Kaupfélagið hefir notið trausts viðskiptavina sinna, þar á með-
al Sambands ísl. samvinnufélaga, sem aðalviðskiptin voru við.
Félagsmenn hafa verið samtaka um að efla gengi félagsins, en
mest ber að þakka þeim mönnum sem lengst störfuðu við félagið,
en það voru þeir Þorkell Guðmundæon og Magnús Kristjánsson
eins og sést á framanrituðu.
*Þess skal getið, að eftir að grein þessi var rituð, urðu kaupfélags-
stjóraskipti á árinu 1972, er við starfinu tók Sigrún Magnúsdótt-
ir frá Þambárvöllum, og mun hún vera fyrsta konan, sem sliku
starfi gegnir hér á landi, að því er bezt er vitað.
50