Strandapósturinn - 01.06.1972, Side 53
Jóhannes Jónsson frá Asparvík:
Hey og heygarðar
Heygarður var tótt, sem byggð var áföst við peningshús, t.d.
fjárhús og fjós og voru opnar dyr úr peningshúsum út í heygarð-
inn.
Heygarður var mismunandi stór að innanmáli og misdjúpur,
oftast mun veggjahæð þeirra hafa verið 2 til 3 álnir. Venjulega
voru heygarðar aftan við húsin og því áveðurs við þau, þar sem
venja var, að framhlið húsa snéru mót suðri, eða þeirrar áttar er
veðursælust var.
Frárennsli var í þeim enda heygarðs, sem fjær var húsi, var
þar settur stokkur úr tré eða hellugrjóti, ekkert ákveðið mál mun
hafa verið á þessum frárennslisopum, en gólfi í heygarðinum hall-
aði að opinu og þegar rigning var eða sólbráð, varð að hafa góðar
gætur á, að frárennslisopið væri hreint, svo að vatn, sem oft vildi
safnast í heygarðinn, gæti runnið jafnharðan óhindrað út. I dag-
legu tali var heygarður kallaður heytótt.
Til voru heygarðar, sem ekki var innangengt í úr peningshús-
um og var þá heyskammtur hvers dags borinn í milli í meisum og
þeir geymdir í fjósgangi. I fjárhúsum var gefið á jötu um leið og
heyið var leyst í heygarðinum. Þegar hætt var að nota torf á hey,
ntunu heygarðár hafa fallið úr notkun að mestu. Ekki man ég
að heygarðar væru notaðir til annars en heygeymslu og stundum
við sögun á rekaviði, ef ekki var hey í þeim. Þegar sagað var,
voru lagðir ásar yfir tóttina og viðurinn sem saga átti lagður
þvert á ásana. Venjulega voru peningshús byggð þar sem var
slétt grund eða hóll, það var því undantekningarlítið gott að koma
heyi að heygarði og góð aðstaða við að bera það upp.
Heygarðar úti í engjalöndum vora allvíða og árlega notaðir og
51