Strandapósturinn - 01.06.1972, Side 56
tóttinni. Þar sem hliðartorfumar skömðust, vom settir hælar og
hafðir það þétt að ekki myndaðist op á milli torfanna.
Heyhælar voru smíðaðir úr tré og vom hafðir oddmjóir svo
betra væri að stinga þeim í gegn um torfið og inn í heyið. í end-
ann, sem út sneri vom þeir sverari og var á þeim enda haus eða
hnúður, sem stóð út úr torfinu. Hælar þeir, sem héldu torfinu
uppi, vom hafðir lengri og gildari og kallaðir þakhælar, en hælar
í hliðartorfur vom mjórri og kallaðir hliðarhælar.
Þegar hey var leyst og gefið á vetram, var byrjað í „garðdyr-
um“, en svo voru kallaðar dyr þær er vom á peningshúsum og
hey var borið að. Tekin var mjó geil eftir miðju heyinu endilöngu
og svo tekið aftan af heyinu og torfið látið falla að endanum jafn-
óðum, en torfið þiðnaði oft og féll niður þar sem búið var að gefa
undan því, en veggsetar héldu því uppi þar sem þeir stóðu, enda
var geilin höfð eins mjó og frekast mátti, svo hægt væri að ganga
um hana.
Á vorin var hreinsað til í heygörðum, allt torf þurrkað og það
sem óskemmt var tekið sér og notað á hey næsta haust, en skemmt
torf var notað til veggjahleðslu, því meðan byggingar vom að
mestu úr torfi og grjóti, þurfti alltaf að lagfæra og endurbæta
veggjahleðsluna að einhverju leyti, og kom þá þetta gamla heyja-
torf í góðar þarfir.
54