Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 57
Aðalheiður Þórarinsdóttir, Osi:
Sumardagurinn fyrsti
Við heilsum þér með þíðum strengja hljómi,
þúsund raddað ómar bœnamál,
að þú hlífir byggð og fögru blómi
og berir hlýju og von í hverja sál.
Og frá oss allur víkur vetrarkvíði,
cn vaknar þrá, sem aldrei verður skýrð,
er vanga strýkur sumarblærinn blíði,
þá brosir vor í allri sinni dýrð.
Fram til starfa, maður moldin kallar,
máttur lífsins fyllir hverja taug,
þá hverfur ís og lifna lindir allar,
er líómar sól við norðurheimskautsbaug.
Og hver mun ekki finna vorsins veldi,
er varpar sér i náttúrunnar skaut.
Hjartað fyllist nýjum ástareldi.
og andinn getur sigrað hverja þraut.
Blómin fögru vakna af vetrarblundi
vorsins þrá í briósti þínu hlær.
Gluður syngur lítill fugl í lundi
liðast elfan blá og silfurtær.
Yndi og fegurð auga þínu mœtir
allt ber vott um máttinn skaparans,
eilíf von, sem blíðkar oss og bætir.
bendir þér að líta upp til hans.
55