Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 61

Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 61
er það ekki þannig með flest, að við náttúruna er fáu að jafna, þegar hún skartar sínu fegursta og bezta, eða þá því gagnstæða. Mér er þessi nótt ógleymanleg, og í vitund minni lifir hún trú- lega til hinztu stundar, og af því að ég á enga listsköpun í myndum né máli, þá á ég þessa nótt einn, fyrir mig einan. Það er líka nokkuð, sem margir sækjast eftir, að eiga eitthvað, sem aðrir eiga ekki, né geta eignazt. Og því skyldi ég vera þar nokkur undantekn- ing. En þessi nótt líður, sem allar aðrar nætur. Eftir klukkan þrjú vaknar bjargbúinn og fer að fljúga um í fæðuleit. Hann er þó ekki kominn til fullra starfa fyrr heldur en um klukkan fimm að morgni. Þá fer líka að lifna yfir veiði hjá okkur, sá guli er að vakna. Við fáum góðan afla og keppumst við að draga. Eftir hádegið erum við út af Barðsvík, og þá er ákveðið að fara í aðgerð. Skroppið er inn til Furufjarðar á meðan, því skipstjóri á erindi við bóndann þar, sem þá var Arni Guðmundsson. Furufjörður var eitt allra bezta landbúnaðarbýli á þessum slóð- um á meðan fólk hafði búsetu þama norður frá. Ámi Guðmunds- son og kona hans vom þekkt fyrir gestrisni og góða fyrirgreiðslu þeirra, er ferðuðust á þessum slóðum. Hjá þeim fór saman mynd- arskapur og hreinlæti jafnt úti sem inni. Ámi var líka þekktur í Hnífsdal, því þar hafði hann verið á vertíðum á sínum yngri áram. Ekki var það þó ætlun okkar nú að nota okkur gestrisni þeirra hjóna, til þess gáfum við okkur ekki tíma. Við skutluðum skip- stjóra okkar í land og sóttum hann, er hann hafði lokið erindi sínu. Með honum fengum við senda mjólk, sem okkur var kær- komin. Að aðgerð lokinni var ákveðið að halda í Reykjarfjarðarál. Ég átti þá ekki dekkvakt og var því fljótur að gista kojuna. Ég hafði þá heldur ekki lagt mig á annan sólarhring. Annars var ég á þessum árum ákaflega svefnléttur og þá einkum á sjó. Ég var góður ef ég fékk tveggja til þriggja tíma svefn. Tveim dögum seinna emm við á heimleið vestur fyrir Horn. Nú var skipt um veður. Kominn var norðaustan stormur og nokkur sjór. Það snjóaði í fjöll og festi niður í miðjar hlíðar þama norður frá. Nú var kalt og blautt í Hombjargi. Fuglinn sat hnípinn og 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.