Strandapósturinn - 01.06.1972, Síða 62
hljóður í bæli sínu. Straumnesröst var úfin og ljót, þó að komið
væri fram yfir sólstöður. Hún hefur mörgum bátnum grandað,
og má því segja að hún sé skipakirkjugarður, með áhöfnum
þeirra. Það er oft fiskivon í nálægð hennar, og þau fiskiskip, sem
eru norðan hennar, eiga yfir hana að sækja, til þess að komast í
sæmilegt var, ef veður versnuðu skyndilega, sem vill verða æði
oft á þessum slóðum.
Hér fórust þeir Friðrik skipstjóri frá Hnífsdal og Kristján skip-
stjóri frá ísafirði. Ég þekkti þá báða. Þeir voru góðir sjómenn og
miklir fiskimenn og alltaf með úrvals mannskap. A þessum slóðum
er síðast vitað um þá, en um framhaldið er enginn til frásagnar.
Annar þeirra fórst í maímánuði, en hinn í ágústmánuði. Má af
þessu marka, að flesta mánuði ársins geta komið hörð veður og illt
sjólag á þessum slóðum.
Gamalt spakmæli segir. „Afennimir álykta en guð ræður“-
Líklega er meiri sannleikur fólginn í þessu, heldur en í fljótu bragði
mætti ætla. Mennirnir vinna allskonar afrek, í listum, vísindum
atvinnuháttum og uppbyggingu svo nokkuð sé nefnt. Rangt væri
því að segja, að þeir hafi ekki náð nokkmm framfömm og þroska
í lífsvist sinni. Oftast a.rn.k. er það þó svo, að það er náttúran
með sín öfl og undur, sem hæst rís, þegar hún sýnir mikilleik sinn,
hvort heldur sem það er í hamförum og hrikaleik, eða það er í
blíðu og fegurð. Þegar svo er, verður allt stórt, allt fullkomið. Þá
verður maðurinn og verk hans um flest smá til samanburðar.
I samfélagi við náttúmna lifa menn stærstu stundir lífs síns. Þar
lifa menn hættustundir, og þar lifa menn unaðsstundir. Þar getur
menn sett hljóða og máttvana af undmn, fyrir mikilleik hennar og
valdi.
Menn spyrja, leita og rannsaka. Menn fá svör við ýmsu, og
menn vinna sigra. En þrátt fyrir allt það, em þó ætíð næg verk-
efni. Það koma ný spursmál, og það koma ný verkefni. Þannig
skapast manninum alltaf ótæmandi starf. Fyrir öllu þessu sér
náttúran fyrst og fremst. Og er það ekki einmitt þetta, sem er
sterkasti hlekkurinn í gildi lífsins?
/• 5.
60