Strandapósturinn - 01.06.1972, Side 67
menn fyrir Strandasýslu. Féllu atkvæði þannig: Þórarinn prófast-
ur Kristjánsson fékk 21 atkvæði og Torfi hreppstjóri Einarsson
20 atkvæði, en sem varamenn hlutu Asgeir Einarsson fyrrv. alþing-
ismaður í Ásbjaraarnesi 21 atkvæði og Daníel Jónsson, Þórodds-
stöðum 19 atkvæði.
Þar sem enginn fékk helming þeirra atkvæða, sem greidd voru á
kjörfundi, var kosningin endurtekin. Féllu þá atkvæði þannig, að
Torfi hreppstjóri hlaut 23 atkvæði og náði kosningu sem þingmað-
ur, en Ásgeir Einarsson var kjörinn varamaður með 23 atkvæðum.
(Þess má geta hér, að Ásgeir flutti frá Kollafjarðamesi að
Þingeyram 1861, að Ásbjarnamesi 1863 og aftur að Þingeyrum
1867).
Þórarinn Kristjánsson, prófastur var fæddur 8. nóv. 1816 á
Þönglabakka. Foreldrar: Kristján, síðar prestur á Völlum í Svarf-
aðardal, Þorsteinssonar prests í Stærra Árskógi Hallgrímssonar, og
fyrsta kona hans Þorbjörg d. 19.7. 1846. Stúdent 1838 frá
Bessastöðum. Vígður aðstoðarprestur föður síns 26. 6. 1842. Veitt-
ur Staður í Hrútafirði 9. 12. 1849. Reykholt 7.1. 1867. Vatns-
fjörður 21. 5. 1872 Prófastur í Strandasýslu 1850—1867. Hann
var kosinn annar fulltrúi Strandasýslu á Þjóðfundinum 1851, eins
og áður er sagt, og einn hinna fáu, sem hallaðist á sveif með
Trampe greifa og stjóminni. Konungskjörinn varaþingmaður var
hann 1859—1863. Hann þótti jafnan stjómhollur mjög, svo að
slíkrar fylgispektar voru fá dæmi meðal sveitapresta hér á 'landi,
því margir þeirra voru hinir ötulustu flokksmenn Jóns Sigurðs-
sonar. Er Þórarinn var sýsluskrifari í Mýrasýslu, kynntist hann
Ingibjörgu dóttur Helga dannebrogsmanns og bónda í Vogi.
Giftust þau árið 1842. Hún var mæt kona og mikilhæf. Hann
andaðist 10. september 1883.
Kjörfundur til alþingiskosninga fyrir Strandasýslu var haldinn
1. júní 1869 að Broddanesi að undangengnu fundarboði. Odd-
viti kjörstjórnar, Sigurður sýslumaður Sverresen, stjómaði fundi.
Skv. kjörskrá vom kjósendur 173 og mættu á kjörfundi 28 auk
kjörstjómar.
Kosning féll þannig, að Torfi alþm. Einarsson var kjörinn með
26 atkvæðum.
65
L