Strandapósturinn - 01.06.1972, Side 68
Enn var kjörfundur haldinn 23. okt. 1874 að Kirkjubóli í
Kirkjubólsþinghá í samræmi við konungsskipan frá 20. febrúar
1874 og skv. hinni nýju stjórnarskrá, sem útgefin var 5. jan. 1874.
Kjörskrá sýndi að kosningarétt höfðu 161, en kjörfundinn sóttu
21. Kosinn var Torfi alþm. Einarsson með 20 atkvæðum. Torfi
lézt að Kleifum 21. des. 1877 og var því haldinn aukakjörfundur
árið 1878 að Broddanesi til að kjósa alþingismann í hans stað.
A kjörskrá voru 159, en kjörfundinn sóttu 34 og féllu atkvæði
þannig, að Bjöm Jónsson, ritstjóri ísafoldar, hlaut 21 atkvæði og
náði kosningu sem alþingismaður fyrir sýsluna, en Eiríkur prófast-
ur Briem í Steinnesi í Austur-Húnavatnssýslu fékk 13 atkvæði.
Báðir frambjóðendur höfðu sent skriflega framboð sín.
Ætla má, að séra Eiríkur Briem hafi verið í framboði að tilhlut-
an Ásgeirs á Þingeymm, sem þá var alþingismaður Húnvetninga,
því að við næstu almennar þingkosningar er hann sjálfur í fram-
boði í Strandasýslu, en séra Eiríkur í Húnavatnssýslu. Bjöm
Jónsson var á þessum ámm langdvölum í Kaupmannahöfn, en
hafði aðstoðarmann hér heima við ritstjóm Isafoldar.
Þann 15. sept 1880 var að Broddanesi haldinn kjörfundur til
að kjósa alþingismann fyrir Strandasýslu til næstu sex ára. Kjör-
fundinn sóttu 42 kjósendur og var kjörinn Ásgeir óðalsbóndi Ein-
arsson á Þingeyrum með 30 atkvæðum, en cand. phil. Bjöm Jóns-
son alþingismaður hlaut 12 atkvæði. Ásgeir Einarsson lézt 15.
nóv. 1885.
Næsti kjörfundur var haldinn að Broddanesi 4. maí 1886 til
að kjósa þingmann fyrir sýsluna til næstu sex ára. Var kjörinn
alþingismaður séra Páll Ólafsson prófastur á Prestbakka með 25
atkvæðum til næstu sex ára.
Enn var haldinn kjörfundur að Broddanesi 17. sept. 1892 til
að kjósa þingmann. í kjöri vom Guðjón Guðlausson bóndi a
Ljúfustöðum, er hlaut kosningu með 36 atkvæðum, og Amór prest-
ur Árnason, Felli, sem hlaut 16 atkvæði.
Þegar hér var komið sögu voru komnar fram nýjar tillögur, sem
miðuðu að því að bæta stjómmálabaráttuna, meðal annars kom
fram á þingi hin svokallaða miðlun, sem Páll Briem amtmaður
og Jón Ólafsson vom flytjendur og forsvarsmenn að. Séra Arnór
66