Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 73
Torfi Einarsson
Björn Jónsson
Þann 20. júní 1937 fóru fram almennar þingkosningar. Gjörðu
þá Sjálfstæðisflokkurinn og Bændaflokkurinn með sér kosninga-
bandalag, sem kom fram í samvinnu í framboðunum. í Stranda-
sýslu var í Kjöri Pálmi Einarsson búnaðarráðunautur úr Bænda-
nokknum og Elermann Jónasson, sem hlaut kosningu með 632
atkvæðum. en Pálmi fékk 311 atkvæði.
I alþingiskosningunum 5. júlí 1942 voru í framboði Hermann
Jónasson og Pétur bóndi Guðmundsson í Ófeigsfirði.
Frambjóðendur höfðu sameiginlega fundi á þeim stöðum, er
be.ít hentuðu í sýslunni og voru þar málefnalegar umræður. Her-
nrann var enn endurkjörinn.
Þeir, sem buðu sig fram á móti Hermanni Jónassyni næstu kjör-
hmabil voru fyrir Sjálfstæðisflokkinn Kristján Einarsson fram-
kvæmdastjóri í Reykjavík, Eggert Kristjánsson stórkaupm. Reykja-
Vlk, Ragnar Lárusson fulltrúi, Reykjavík. Fyrir Alþýðufl. Jón
Sigurðsson framkvæmdastjóri Alþýðufl., Sigurður Pétursson, út-
gerðarmaður í Reykjavík, Steingrímur Pálsson, stöðvarstjóri, Brú.