Strandapósturinn - 01.06.1972, Síða 75
Ávallt hefur þess verið getið, að Ásgeir hafi verið traustur fylg-
ismaður Jóns Sigurðssonar. Þegar Jón Sigurðsson boðaði til Þing-
vallafundar árið 1850 kom Ásgeir frá Kollafjarðamesi þangað
fjölmennastur.
Er Islendingar vottuðu Jóni Sigurðssyni þakkir fyrir hans ó-
eigingjarna og ómetanlega sjálfboðastarf í sjálfstæðisbaráttu þjóð-
arinnar, með frjálsum fjárframlögum, varð hlutur Strandasýslu
með þeim meiri og þó Ásgeirs mestur.
En hið mesta og glæsilegasta minnismerki reisir Ásgeir sér með
byggingu Þingeyrakirkju. Er hún gleggsti vottur stórhuga, hirnin-
víðra hugsjóna og bjargfastrar lífstrúar.
Ásgeir Einarsson flytur frá Kollafjarðarnesi að Þingeymm í
Húnavatnssýslu árið 1861, þar sem hann býr stórbúi. Hann var
þar hreppstjóri, en alþingismaður Strandasýslu var hann 1845—
1853, 1857—1865 og aftur 1881—1885, en fyrsti þingmaður
Húnvetninga 1875—1879. Hann var fyrsti Þjóðfundarmaður
Strandasýslu 1851.
Kona Ásgeirs Einarssonar var Guðlaug Jónsdóttir sýslumanns
á Melum í Hrútafirði Jónssonar. Einkasonur þeirra var Jón Ás-
geirsson á Þingeyrum. Ásgeri lézt á Þingeymm 15. nóv. 1885.
Jón Pétursson dómstjóri var fæddur 16. jan. 1812 á Víðivöllum
i Blönduhlíð. Voru foreldrar hans Pétur Pétursson prófastur og
s.k.h. Þóra Brynjólfsdóttir bónda á Þrastarstöðum Halldórssonar.
Jón Pétursson varð stúdent 1834 á Bessastöðum, cand jur. 1841
1 Kaupmannahöfn, settur sýslumaður í Eyjafirði 1843, sýslu-
maður í Strandasýslu 9. apríl 1844, í Borgarfirði 47, í Mýra- og
Hnds. 1848. Hann var skipaður yfirdómari í landsyfirréttinum
1850, settur amtmaður í Vesturamtinu 1847—48, bæjarfógeti í
Reykjavík 1851—52, hávfirdómari 1877—89 og landshöfðingi
1866.
Jón Pétursson var varaþingmaður Ásgeirs Einarssonar og sat á
þingi árið 1855. Hann var konungskjörinn þingmaður 1859—
1886. Kona hans var Jóhanna Soffía Bogadóttir frá Staðarfelli
Benediktssonar, og 2. k. Sigríður Friðriksdóttir prests Eggerz.
73