Strandapósturinn - 01.06.1972, Side 76
Torfi Einarsson er fæddur 25. des. 1812 í Kollafjarðarnesi, al-
bróðir Ásgeirs. Torfi var bóndi á Kleifum á Selströnd frá 1835 til
æviloka.
Hann var búhöldur mikill og hafði tvær jarðir til ábúðar er
hann nytjaði og bætti til ábúðar. Skip átti hann, áttæring, er
hann gerði út á hákarlaveiðar og einnig smærri báta til þorsk-
veiöa við Steingrímsfjörð.
Torfi var eðlisvitur og mikilmenni um alla hluti, segir séra Jón
Guðnason. Torfi var þingmaður Strandamanna 1867—1877.
Frásöguþættir um Torfa eru í Blöndu II og víðar. Kona hans var
Anna Einarsdóttir bónda á Fagranesi í Reykjadal í S.-Þing. Einars-
sonar.
Björn Jónsson ritstjóri og síðar ráðherra var fæddur 8. okt. 1846
í Djúpadal í Gufudalssveit. Foreldrar hans voru Jón bóndi þar
Jónsson b.s.st. Arasonar og kona hans Sigríður Jónsdóttir bónda
í Látviim Olafssonar.
Björn varð stúdent í Revkjavík 1869, kennari í Flatey hiá
Bryniólfi kaupm. Bogasyni Benediktsen vetuma 1869—71, en fór
utan 1871 og stundaði laganám við Kaupmannahafnarháskóla.
Varð cand phil. 1872, en gekk frá prófi í dönskum lcgum, með
því að hann hugðist ekki fá þann vitnisburð, er sér sæmdi.
Björn Jónsson stofnaði blaðið Isafold 1874 og var ritstjóri henn-
ar til 1909. Var hann þá enn utanlands 1878 til 1883 og lagði
stund á lögfræði. Varð þó ekki af prófi og töldu þó allir, sem til
þekktu, hann mann hæfastan til þess. Var hugur hans allur í
b'aðamennsku. Lét hann aðra stjórna Isafold, en skrifaði þó þenn-
an tíma mikið í blaðið. Var hann framanaf einnig skrifari hjá
bæjarfógeta og landshöfðingja.
Bjöm Jónsson var aðalforingi Þjóðræðisflokksins og hins fyrri
Sjálfstæðisflokks. Lagði hann mikla rækt við íslenzka tungu og
var hinn skömlegasti ræðumaour. Bjöm var hinn mesti áhugamað-
ur um bindindismál og trúmál og gekk að öllu, er hann fékkst við,
með miklum áhuga.
Hann varð ráðherra 31. marz 1909. Þingmaður Strandamanna
var hann 1879 og Barðstrendinga 1909 til 1912.
74