Strandapósturinn - 01.06.1972, Síða 79
Magnús Pétursson Ari Jónsson Arnalds
störf og málefni, sem hann beitti sér fyrir og vann að. Fyrst var
hans getið á almennum fundi á Kollabúðum 1891, og vakti þar
athygli fyrir viturlegar tillögur og snjallan málflutning.
Við næstu alþingiskosningar, 1893, kjöru Strandamenn hann
sem fulltrúa sinn, og varð það héraðinu til mikilla heilla, því þótt
Guðjón hugsaði mest um heill alþjóðar, voru Strandasýsla og íbú-
ar hennar huga hans næstir. Guðjón var þingmaður Stranda-
tnanna 1893—1907 og aftur 1912 til 1913.
Fremstur var Guðjón í uppbyggingu félagsstarfsemi í sýslunni.
Hann var forvígismaður verzlunarsamtaka, búnaðarsamtaka, skóla-
naala, unglingaskólans á Fíeydalsá, sem stofnaður var 1896, beitti
Ser fyrir stofnun Sparisjóðs Fclls -og Kirkjubólshrepps 1890, vann
otullega að því að Strandasýsla yrði læknishérað, sem náði fram að
ganga 1891, bcitti sér fyrir því, að póstferðir yrðu frá Stað í FTrúta-
firði norður í Ámes ,var skeleggur baráttumaður fyrir strand-
siglingum og lagði áherzlu á að stærri skipin kæmu á fleiri hafnir
ut um landið er þeim fór að fjölga í förum.
Guðjón var einlægur fylgismaður Hannesar Hafstein í símamál-
77