Strandapósturinn - 01.06.1972, Qupperneq 80
inu, og er til umræðu kom að leggja símann til ísafjarðar, var það
fyrir atbeina Guðjóns, að lína var lögð um Strandir og Steingríms-
fjarðarheiði.
Þótt Guðjón dveldist hin síðari ár ævinnar í Reykjavík, var
hann ávallt Strandamaður og engan þar syðra áttu þeir skilnings-
betri og meira heils hugar en hann, enda leituðu hans margir og
aldrei brugðust hans úrræði eða traust.
Guðjón lézt í Reykjavík 6. marz 1939.
Ari Jónsson Arnalds ritstjóri og sýslumaður var fæddur á Hjöll-
um í Gufudalssveit. Voru foreldrar hans jón bóndi Finnsson
bónda s. st. Arasonar og k. h. Sigríður Jónsdóttir bónda á Galtará
Guðnasonar.
Ari varð stúdent í Reykjavík 1898 og cand. jur. 1905. Starfaði
sem blaðamaður við „Verdens Gang“ í Kristjaníu 1904—05, rit-
stjóri Ðagfara á Eskifirði 1906, meðritstjóri Ingólfs í Reykjavík
1907—09, aðstoðarmaður í fjármáladeild stjórnarráðsins 1909,
skipaður svslumaður í Húnavatnssýslu 1914, bankaráðsmaður Is-
landsbanka 1909—15, sýslumaður í N-Múlasýslu og bæjarfógeti á
Seyðisfirði 1918 til 1937’
Starfsmaður í fjármálaráðuneytinu 1941. Tók ættarnafnið Am-
alds 1916. Kvæntur var hann Matthildi Einarsdóttur Hjörleifs-
sonar Kvaran rithöfundar, en þau slitu samvistum. Ari var þing-
maður Strandamanna 1909—11.
Ari Arnalds var einn hinna ungu, gáfuðu og dugmiklu sveina,
er djarfur kleif braut framans og náði því marki, er hann sem
unglingur hafi sett sér. Á mannsámm hans var frelsisbaráttan i
öflugri sókn. Hinn ungi skólapiltur frá Hjöllum varð eldheitur,
einarður og beinskeyttur bardagamaður í þeirri sókn. Hann fylkti
sér undir merki þeirra, er lengst sóttu og fyllstar gjörðu kröfumar.
Hann gjörðist félagi og var í fylkingarbrjósti Landvamarflokks-
ins.
Má álykta af „Minningum“ hans, að hann hafði orðið fynr
sterkum áhrifum í þessum efnum er hann dvaldi í Noregi um það
leyti, sem skilnaður Norðmanna og Svía varð. I sömu bók ma
78