Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 91
Miðnætursólin sló rauðgullnum bjarma á himininn, og norð-
ur yfir Strandir var að líta sem logaglóð í óteljandi litbrigðum.
Á Ennishöfða varð þessi til.
Loftsitrs heiði, loga rjóS
litar fögtir aftatisunna.
KvöldroSans við geisla glóð
gleðjast þeir, er Ströndum unna.
Hver fjörður var blátær og lvgn, fjöll, hlíðar og falleg bænda-
býli spegluðust í kyrrum vatnsfletinum og rauðgullin skýin vörp-
uðu ævintýraljóma á umhverfið. Þegar sá niður og út yfir
Bjarnarfjörð varð þessi til:
Foldarból á fögrum kjól
fögnuð ól, er blómin skarta.
Nií er sól við norÖurpól,
nú eru jól í hverju hjarta.
Jón Guðjónsson frá Þórustöðum og Jóhannes frá Asparvík
lentu í aftasta sæti í bílnum og sátu sitt hvom megin út við glugga.
Á milli þeirra sátu þrjár og stundum fjórar konur. Við hlið Jóns
sat kona að nafni Ingibjörg, en Dídí kona Jóns sat við hlið
Jóhannesar.
I aftursœti una sér
ánægÖir að vonum.
Ennþá gœfan að þeim ber
yl frá góðum konum.
Helgi Jónsson frá Reykjanesi var í okkar bíl. Þessa stundina sat
við hlið hans ung og hárprúð kona og hallaði hnakkanum að sætis-
bakinu. Eitthvað hafði hárið farið úr skorðum og höfðu samferða-
konur hennar orð á, að hún væri með hreiður í hnakkanum.
Skeður margt í skemmtiferð
skrítið, lífs í messu.
89
A