Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 95
Nokkur fiskimið á vestan-
verðum Húnaflóa
Nú, á tímum radar- og asdictækja virðist það fávíslegt, jafnvel
hlægilegt að fara eftir kennileitum í landi, við staðsetningu fiski-
miða. Þó er tiltölulega stutt síðan, að sú aðferð var eingöngu
viðhöfð þegar farið var í fiskiróður. Sú tæknilega bylting, sem
orðið hefur á þessu sviði veldur því, að nöfn, sem notuð voru
um ákveðin fiskimið falla í gleymsku. Meðal annars geyma þessi
nöfn fjölda örnefna, sem myndu efalaust gleymast, ef ekkert
væri að gert. Það gæti því verið einhvers virði að bjarga einhverju
af þessum nöfnum frá glötun.
Hér verða því talin nokkur fiskimið á vestanverðum Húnaflóa
og óskar ritnefnd Strandapóstsins eftir því að gamlir sjómenn í
Strandasýslu sendi henni meira af slíku, því af miklu er að taka
í þessu efni.
Bœjarfell.
Þegar Bæjarfell kemur fram undan Eyjafjalli og Stórihnjúkur
og Litlilinjúkur bera saman. Þar er mjór grunnhryggur. Flóaáll-
inn að framanverðu, en Strandarállinn fyrir ofan. Flóaálkanturinn
beygist meira vestur þegar kemur lengra út.
Eftir ströndiiini.
Þegar Bjarnarnesshöfðar koma fram undan Eyjafjalli, venju-
lega byrjað að leggja línu þegar Hörsvík kemur fram og þá lagt
fram í Strandarálinn. Þarna er um víðáttumikið svæði að ræða.
93