Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 97
þegar Kaldbakshom ber yfir lægðina fyrir ofan Kolbeinsvíkur-
spenann.
Hnúfur.
Hnúfur kallast miðið, þegar svo nefndar Hnúfur á Seljanes-
fjalli koma undan Munaðamesfjalli að norðan og er bezt að vera
þar upp á Homið í kverk.
Urriðaborg.
Urriðaborg kallast fiskimiðið, þegar Urriðaborg á Bjamarfjarð-
arhálsi kemur fram undan Eyjafjalli og Matarfellið kemur undan
Kambinum að norðan. Þó er oft gott að byrja lögn þegar Matar-
fellið liggur við Kambinn að innanverðu. Þetta fiskimið er í
Húnaflóa-álnum og er þá línan lögð út eins og álitið er að fiskur
standi í það og það skiptið. Stundum er byrjað að leggja línuna
þegar Bæjarfell kemur undan Eyjafjalli og Matarfellið við Kamb-
inn að norðan og lagt austur á Urriðaborg og er það gert til
þess, að vita hvar fiskur stendur í flóa-álnum.
Leiðaröxl.
Leiðaröxl heitir miðið þegar hakið á Bjarnarfjarðarhálsi, milli
Bæjarfells og Urriðaborgar kemur fram undan Eyjafjalli og Mat-
arfellið yfir miðjan Reykjarfjörð. Aflasælt fiskimið.
Hryggur.
Hryggur er þegar eyjarhausinn á Kleifum í Kaldbaksvík ber í
Selhjalla, það er hjalli fram í dalnum Kleifamegin og Kamburinn
kemur fram undan Byrgisvíkurfjalli. Grynnst er þegar eyjarhaus-
inn ber í Selhjalla og Kjörvogsmúli kemur fram undan Byrgis-
víkurfjalli og er lagt þar fram á Örk, en Örk er fjallshnúkurinn
upp af Kjörvogsmúla.
Önnur miðun á Hrygg, er þegar Veturmávasker á Eyjum ber
í Hellranesin á Eyjum og Kamburinn kemur fram undan Byrgis-
víkurfjalli, dýpi 70 til 80 faðmar.
Drangaskörð.
Drangaskörð heitir miðið, þegar drangamir bera saman og
skörðin lokast og á stykkjuðu Kaldbakshorni. Dýpi 140 faðmar.
95