Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 98
Fjallamót.
Fjallamót er þegar bera saman fjöllin inn með Veiðileysufirði.
Byrgisvíkurfjall, Pottfjall, og Burstarfell. Og Bæjarfell kemur und-
an Evjafjalli. Þar er grunn, en dýpkar strax fram í Bvrgisvikur-
poll. I grunnið fyrir ofan em fiskisæl misdýpi.
Steinninn.
Steinninn er mið norður af Fjallamótum, það er þegar stór
steinn efst á Pottfjallinu kemur undan Burstarfelli og er þá lagt inn
á Skörð, sem eru auðþekkt.
Hnúáll.
Hnúáll er þegar Skreflufjall í Kaldbak er samjaðra við Strút-
inn í Kaldbak og Hóllinn í skarðinu, en það er dálítill hóll í skarð-
inu ofan við Kambinn, sem kemur fram undan Byrgisvíkurfjalli.
Þar er dýpi 70 faðmar.
Sveinbjarnargrunn.
Sveinbjarnargrunn er þegar varðan á Þjófahjalla upp úr
Asparvíkurdal liggur við dalbrúnina Eyja megin og á Arkarkoll-
inum, (Örkinni upp af Kjörvogsmúla). Þar er 20 faðma
dýpi. Það dýpkar norður af og snardýpkar fram af, en grynnir
upp á Múlahökin, (það er Kjörvogsmúla). En þá dýpkar upp og
inn. Þó er mjór grunnhryggur af Örkinni á snið inn og upp á
Múlann í hvarf. Um annað og þriðja Múlahak og Strákeyjar-
endinn ytri í Eyjabæinn er grvnnst 5 faðmar. Þar má sjá
ofsa'ega brotsjóa í norðan veðrum.
Spena-áll á Kaldbaksvik.
Spena-áll er þegar Arfaskersklakkur á Eyjum ber í Ennishöfða
og Kleifasker í Kaldbaksvík ber í Húsalækinn á Kleifum og lagt
út þar til skerið ber í næsta læk fvrir innan.
Spenaþúfur.
Spenaþúfur eru þegar Speninn í Kolbeinsvik liggur við skrið-
urnar að norðan og eyjarhausinn á Kleifum í Kaldbaksvík ber í
Selhjalla í Kaldbaksdal.
96