Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 106
Ég hefi stundum verið spurður að því, hvort ekki hafi verið
mikill gróði af refaeldinu í Grímsey. Ég held, að hann hafi ekki
verið mikill, ef öll vinna hefði verið reiknuð, ferðir, bílar og bátar
og allt það, sem þurfti til að halda þessu gangandi. En það var ekki
gert frekar við þennan rekstur en annað sem var heimilinu við-
komandi. Fólkið var margt hér í Bæ í þá daga og allir þurftu að
hafa nóg að starfa.
En nú er þetta allt liðið, en lifir í vitund þeirra fáu manna,
sem ennþá eru á lífi og tóku þátt í þessu á fyrstu tugum þessarar
aldar og minnast með gleði þeirrar fjölbreytni, sem refaeldið skap-
aði í starfi og umræðum fólksins. Því það gerði lífið fjölbreyttara
og viðburðaríkara. Því allsstaðar, þar sem fólk er, gerist saga, dálítið
misjafnlega viðburðarrík, en okkur hættir við að gleyma að segja
söguna eða að skrá hana, svo hún lifi með þjóðinni áfram til næstu
kynslóða.
SJÁLFSTRAUST
Nú finn ég arnsúg í önd
nú er öflug og styrk mín hönd
nú flýgur minn hugur hátt
nú er heiðríkia í hverri átt
nú skal ganga á gleði-fund
nú skal gripin hver heilla-stund
nú skal siglt yfir svala dröfn
nú skal sigrað og náð í höfn.
104