Strandapósturinn - 01.06.1972, Síða 108
aðstungu í Reykhólasveit og kona hans Kristín Hallvarðsdóttir frá
Börmum.
Árið 1916 tekur við búsforráðum hjá Guðmundi unnusta hans,
Steinunn Guðmundsdóttir Jónssonar í Stóru-Ávík og Kristveigar
Jónsdóttur, Bjömssonar í Guðlaugsvík. Steinunn fluttist með
móður sinni vestan af Langadalsströnd, norður í Árneshrepp þegar
hún var ársgömul, fyrst að Krossnesi, en dvaldist á fleiri bæjum í
uppvextinum og þar til hún giftist Guðmundi.
Það var ekkert stórbýli, sem þau Guðmundur og Steinunn hófu
búskap á, en þau voru bæði samhent og harðdugleg, þau horfðu
því björtum augum til framtíðarinnar. Þarna bjuggu þau allan
sinn búskap, eða samflevtt í 52 ár og komu upp stómm bamahóp.
Þegar börnin voru farin að heiman, héldu þau enn áfram búskap,
að nokkru með aðstoð barnabama sinna.
Ekki var gefizt upp fyrr en Guðmundur var orðinn nær því
alblindur, þá fyrst var dregið í land og flutt til Reykjavíkur, en á
hverju vori var farið norður í Naustvík og dvalið þar yfir sumarið.
Naustvík átti hug þeirra allan, þær rætur var ekki hægt að slíta.
Guðmundur andaðist 2 apríl síðastliðinn.
Árið 1968 var Sverrir Pálsson skólastjóri á ferð í Árneshreppi
ásamt konu sinni og voru þau í fylgd með prófastinum í Stranda-
sýslu Andrési Olafssyni. I þeirri ferð komu þau að Naustvík og
hittu heimafólk. Átti Sverrir þá viðtal við þau Naustvíkurhjón og
birtist það í Morgunblaðinu í ágústmánuði það ár.
Þessi heimsókn Sverris Pálssonar að Naustvík, varð honum svo
hugstæð og heillandi, að hún varð kveikjan að hinu fallega ljóði
Sverris, „Naustvík“, sem hér fer á eftir.
(J.J.)
106