Strandapósturinn - 01.06.1972, Side 113
Helga S. Bjarnadóttir:
Fyrirburðir
Bjami Guðmundsson, (f. 1857, d. 1920) bóndi á Klúku í Bjam-
arfirði frá 1907 til dauðadags, var vinnumaður hjá Eymundi
Guðbrandssyni bónda í Bæ á Selströnd, á áranum í kringum 1890.
Á vetrum gætti hann fjár við beitihús, sem var úti í svonefndu
Landi eða Bæjarlandi, þar sem Kot heitir. Heyjað var að húsinu
á summm, af nálægum engjum, en óvíst mun hvort nokkur tún-
blettur hefur þá verið þar.
Bjami fór með byssu og stundaði dálítið rjúpnaveiðar jafnhliða
fjármennskunni, og átti hann þá veiði sjálfur. Þegar Bjami stóð hjá
fé sínu eða var að leita eftir rjúpum, sá hann stundum þrjár verar,
er eigi gátu verið af þessum heimi. Vom þær ljósar álitum og þó
sem hálfgagnsæjar. Tvær þeirra vom fullvaxta að sjá, en hin
þriðja bam að vexti. Þegar Bjami sá vemr þessar brást það ekki,
að þá var von á óveðri og mál að smala saman fénu og hýsa það.
Eigi sá hann verar þessar mjög nálægt sér og aldrei bekktust þær
neitt til við hann, heldur hið gagnstæða, þar sem þær vöraðu
hann við illum og hættulegum veðram, enda óttaðist hann þær
ekki.
Beitarhúsið var torfhús með einum dyram á öðram hliðvegg og
forgarða, sem bjórreft var yfir og gluggi þar á. Á syllu eða slá þar
nálægt geymdi Bjami stein einn, sem fór vel í hendi og notaði
hann sem hamar, er gera þurfti við jötuband eða grindarspel, sem
losnaði.
Svo er það einhverju sinni, þegar Bjami hefur hýst fé sitt að
kvöldlagi, og er kominn langleiðina fram eftir jötunni með hey-
hneppi í fanginu, til þess að hára fénu, að honum sýnast tvennar
111