Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 121
Þorvaldur Jónsson frá Þorpum:
Minningar um samverustund-
ir með Bjössa á Smáhömrum
Hann verður mér lengi minnisstæður þessi lífsglaði, ungi dugn-
aðarmaður, sem því miður féll í valinn fyrir aldur fram. Bjöm
var fæddur árið 1902, en andaðist 30 ára að aldri. Hann var
sonur Halldórs Hávarðarsonar, vestfirzks dugnaðársjómanns og
Halldóru systur Bjöms Halldórssonar, bónda á Smáhömrum.
Björn yngri ólst upp á Smáhömrum hjá móðurbróður sínum
Birni Halldórssyni og konu hans Matthildi Benediktsdóttur. Björn
yngri, sem þessar línur em helgaðar, var rnikill fjörmaður, gam-
ansamur og glettinn og lét aldrei í rninni pokann, þótt hann
þyrfti að koma fyrir sig orði. Hann var snemma hneigSur fyrir
sjósókn, enda var á þeim ámm sótt af kappi frá Smáhömrum,
sem var þá aðalveiðistöðin við sunnanverðan Steingrímsfjörð.
Snemma fór hann að róa á bátum fóstra síns, og varð formaður
fyrir hann mjög ungur.
Mig langar að minnast á tvö atvik úr samveru okkar, sem
lýsa framtakssemi þessa unga dugnaðarmanns, þótt ekki næðist
fullur árangur í fyrstu lotu vegna vanþekkingar okkar, og vegna
kæmleysis og jafnvel sviksemi annarra aðilja.
Hið fyrra bar að á þann hátt, að Björn var búinn að kaupa
róðrarbát, stórt fjögra rnanna far, og hét báturinn Valur. Fyrri
eigendur hans voru þeir Guðjón Brynjólfsson frá Broddadalsá,
sem hafði róið honum á Steingrímsfjörð, og Benedikt, sem var
tengdafaðir Björns. Vélar í slíka báta vora þá lítt þekktar þar
um slóðir. En svo var það árið 1925 eða 1926, að Björn fær sér
Skandíavéi í bátinn, og lætur um leið hækka borð hans. Fær nú
Bjöm mjög laghentan mann, Magnús Hansson á Hrófbergi, til
119