Strandapósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 92
bændum sínum, skuli leiða í kirkju með logandi kerti, en ekki
aðrar konur, sem börn eiga í lausaleik. Kyndilmessa merkir
eiginlega sama og kertamessa, af því að þá voru vígð kertaljósin,
sem átti að hafa til kirkjunnar allt árið.
Kyndilmessuhátíð var skipuð af Justinianus keisara árið 524,
en þá gekk skæður sjúkdómur í Miklagarði og treystu menn því,
að María myndi eyða farsóttinni. Það var svo árið 690, að Ser-
gíus páfi skipaði að vígja skyldi öll kerti, sem ætluð voru til
kirkjunnar á árinu.
Af því vaxljós voru vígð, trúðu menn því að þau ræki á burt
alla illa vætti, vaxljós voru einkum látin loga við vöggur óskírðra
barna, við rúm sjúkra manna, við líkbörur o.s.frv. Margt fleira
mætti segja um Kyndilmessuna.
Benediktsmessa, eða vorjafndægur, þá eru jafnlöng nótt og dagur.
Vor og haustjafndægur hafa orð á sér fyrir, að þá sé stormasamt
og eru það kallaðir jafndægrastormar. Benediktsmessa er í
minningu Benedikts ábóta frá Monte Cassino. Hann var upp-
hafsmaður hinnar elstu munkareglu á Vesturlöndum og bar hún
nafn hans. Þessi munkaregla varð ein hin frægasta fyrir lær-
dómsiðkanir og bókfræði munkanna af þessari reglu. Þeir voru
kallaðir svartmunkar, af því þeir höfðu svört regluklæði. Á Is-
landi voru Benediktsmunkaklaustur stofnuð: á Þingeyrum árið
1120, á Þverá í Eyjafirði (Munkaþverá) árið 1155, en nunnu-
klaustur af sömu reglu voru i Kirkjubæ á Síðu 1186 og á Stað í
Reyninesi í Skagafirði 1296. Af Benedikt ábóta eru til margar
sagnir skráðar á söfnum, meðal annars er saga hans til heil á
skinnbók í Stokkhólmi og er talið að hún sé rituð af Ormi
Loftssyni hins ríka á fimmtándu öld.
Agnesarmessa, Agnes var rómversk stúlka, af góðum ættum og
kristin. Heiðingjar vildu kúga hana til að þjóna við hof eitt, en
hún vildi ekki. Sonur höfðingja nokkurs vildi fá hana fyrir eig-
inkonu, en hún vildi það ekki, af því hann var heiðinn. Hún var
stungin með hníf til bana árið 306, þann dag sem síðan er
messudagur hennar. Um hana er til kvæði á íslensku, sem heitir
90