Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 122

Strandapósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 122
nokkru hefnt sinna eigin áfalla í viðskiptum við óþokkann. Vera má að brjóstgæði og réttlætiskennd fólksins hafi ráðið í sumun þessara tilfella og þess vegna hafi sögunum verið komið á stað. Enn aðrir þættir í draugatrúnni eru fylgjur og svipir. Þeir gátu verið bæði góðir og vondir. Þeir vondu sóttu að fólki og gerðu því ýmsar glettur en þeir góðu hjálpuðu því oft og vöruðu það við hættum. Þessar góðu fylgjur áttu oftast að vera látnir ættingjar. Ættartengsl voru miklu nánari á þessum tímum, þess vegna átti fólk erfiðara með að sætta sig við að dauðinn væri endanlegur aðskilnaður við náinn ættingja. Þá hefur fólk hugsað sér að hinn látni væri enn á meðal þess og hjálpaði því. Trú á huldufólk og tröll voru ekki minni þættir í lífi fólksins en draugatrúin og á þar landið sjálft ekki minnstan þátt í að auka á ímyndunarafl fólks í því sambandi. Hraunin með allskyns kynjamyndum, hrikaleg fjöll, hólar og steinar. Huldufólkið á að hafa búið í hólum og klettum og var ósýnilegt mönnum nema það sjálft sýndi sig. Huldufólkið var mjög velviljað þeim er ekki gerðu á hluta þess en yrði einhverjum það á að móðga það þá var hefnd þess hræðileg. Sú kenning hefur komið fram að þegar einhver sér huldufólk þá sé um fjarsýni að ræða. Hann sjái þetta fólk í hinum raunverulegu heimkynnum þess á öðrum hnöttum, en af því að sjáandinn er vakandi er hann sér slíka sýn, þá sér hann jafnframt og skynjar sitt eigið umhverfi að meira eða minna leyti. Hús og heimili huldufólksins sem á heima í óra- fjarlægð virðast þá renna saman við kletta og hóla sem eru í nálægð sjáandans. I þjóðtrúnni er sagt að menn hafi haft náið samneyti við álfa eða huldufólk. í þeim tilfellum gæti verið um hamfarir að ræða, sem eru í því fólgnar að maður flyst á svip- stundu milli fjarlægra staða. Eftir þessari kenningu ætti huldu- fólkið að vera íbúar einhverra annarra hnatta er heimsæki jörð okkar við og við. Þessi kenning verður eflaust sönnuð eða af- sönnuð eftir því sem tíma og tækni fleygir fram en enga nær- tækari skýringu get ég fundið á þessu fyrirbæri. TrölLatrúin var viðamikill þáttur í þjóðtrúnni eins og álfatrúin og hefur hún sennilega borist hingað til lands strax með land- námsmönnum. Tröll eiga að hafa verið mjög stórvaxin og 120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.