Strandapósturinn - 01.06.1991, Page 9
Til lesenda
Strandapósturinn á aldarfjórðungsafmæli, kemur nú út í 25.
sinn.
A þessum tímamótum viljum við ritnefndarmenn þakka þeim
sem lagt hafa ritinu lið í öll þessi ár. Þar hafa margir lagt hönd á
plóginn. En ég hygg að tveim mönnum, sem báðir eru horfnir yfir
móðuna miklu, eigum við mest að þakka. Þorsteinn Matthíasson
frá Kaldrananesi hóf efnissöfnun og ýtti ritinu úr vör. Jóhannes
Jónsson frá Asparvík skrifaði geysimikið í Strandapóstinn, bæði í
bundnu og óbundnu máli. Hann var einnig óþreytandi við að fá
aðra til að skrifa í Póstinn.
Geysilegar breytingar hafa orðið á þessari öld í Strandasýslu,
sem annars staðar á landinu, í atvinnuháttum og öllu daglegu lífí
fólks. Tæknibyltingin hefur ýtt til hliðar gömlum verkfærum og
vinnubrögðum. Megintilgangur Átthagafélags Strandamanna í
Reykjavík með útgáfu Strandapóstsins, hefur verið og er að varð-
veita vitneskju um görnul vinnubrögð og lífshætti, og halda til
haga margs konar þjóðlegum fróðleik af Ströndum.
En við erum ekki eingöngu bundnir við fortíðina. Við viljum
einnig að í Strandapóstinum sé sagt frá lífi og starfi fólksins í dag
heima í héraðinu okkar. Fréttaannálar að heiman hafa því oft
verið í Póstinum. I nokkrum síðustu heftum Strandapóstsins hef-
ur Stefán Gíslason sveitarstjóri á Hólmavík annast þennan kær-
komna þátt. Fréttaannálar hans eru yfirgripsmiklir og greinagóð-
ir. Kunnum við Stefáni bestu þakkir fyrir.
Að gefnu tilefni vil ég taka fram að í efnisvali einskorðum við
okkur við Strandasýslu. Ágætt efni, sem ekki er á einhvern hátt
tengt Strandasýslu eða Strandamönnum, rnætir afgangi.
Það er einlæg von okkar að Strandapósturinn megi lifa lengi
7