Strandapósturinn - 01.06.1991, Side 19
I haust var slátrað rúmlega 3.000 kindum fleira en haustið
1990. Um var að ræða fjölgun hjá öllum sláturhúsum sýslunnar. I
öllum sláturhúsunum, öðrum en á Hólmavík, má rekja fjölgunina
beint til slátrunar á árn vegna búvörusamningsins 1991. Sam-
kvæmt þessum samningi greiddi ríkið bændum tiltekna upphæð
fyrir hverja á, sem þeir slátruðu vegna niðurfærslu fullvirðisrétt-
ar. Þetta ærkjöt var síðan selt til Mexíkó. Þessar ær voru meðal
gárunga ýrnist kallaðar Mexíkanar, ríkisrollur eða Blöndalsrollur
(eftir Halldóri Blöndal, landbúnaðarráðherra). A Borðeyri var
slátrað 817 „Mexíkönum", 245 á Óspakseyri, 1.037 á Hólmavík og
210 á Norðurfirði, eða 2.309 samtals. Að „Mexíkönunum" frá-
töldum var heildartala sláturfjár því 39.969, eða 844 fleiri en árið
áður.
Þrátt fyrir fjölgun sláturfjár frá árinu 1990, er um verulega
fækkun að ræða frá 1989, enda var mikið af lömbum selt á fæti úr
sveitum sýslunnar eins og 1990. Þannig voru seld um 835 lömb úr
Arneshreppi, eða um ijórðungur þeirra lamba sem lent hefðu í
sláturhúsinu að óbreyttu. Enn fleiri lömb voru þó seld úr Fells-
hreppi- eða rúmlega 950. Alls voru seld 3.390 lömb úr sýslunni
allri. Almennt munu bændur á Ströndum hafa góða reynslu af
viðskiptum sínum við lambakaupendur á riðusvæðum, en árið
1990 voru nokkuð skiptar skoðanir á hagkvæmni líflambasölunn-
ar.
Fé Strandamanna var með vænna móti í haust, og var fallþungi
dilka nánast sá sami og árið áður. Á Óspakseyri reyndust dilkar þó
nokkru léttari en 1990. Sláturhúsið á Hólmavík sker sig nokkuð úr
vegna mikils fallþunga. Er jafnvel talið, að fallþunginn þar hafi
aldrei verið meiri. Mun leitun að öðru eins hérlendis.
Dilkar voru með feitasta móti í haust. Mun færri skrokkar fóru í
úrvalsflokk en haustið áður, en álíka margir voru verðfelldir
vegna fitu. Dilkar í nágrenni Hólmavíkur hafa líklega aldrei verið
feitari en nú, ef marka má gæðamat falla.
Miklar breytingar voru gerðar á markaðskerfi landbúnaðarins
á árinu 1991, en um vorið tók gildi nýr búvörusamningur, sem var
m.a. afrakstur af vinnu svonefndrar sjömannanefndar. Þann 27.
17