Strandapósturinn - 01.06.1991, Page 22
Útgerð frystitogarans Hólmadrangs gekk vel á árinu. I byrjun
ágúst landaði skipið 225 tn. af fullunnum þorskflökum á Hólma-
vík. Verðmæti þessa afla var um 60 milljónir króna, en það er
mesta aflaverðmæti skipsins í einni veiðiferð til þessa. Kvótaárinu
lauk í ágústlok, og reyndist kvóti skipsins nægur til þess tíma að
viðbættum aðkeyptum kvóta. Horfur eru á lítils háttar rekstrar-
halla á árinu 1991.
Með nýjum lögum um flskveiðistjórnun og nýju kvótaári opn-
uðust möguleikar á að gera Hólmadrang aftur út til veiða á
úthafsrækju. Keyptur var rækjukvóti á skipið og sett í það ný
rækjuvinnslulína. Skipið fór eina veiðiferð á rækju og landaði
afrakstrinum á Hólmavík 27. desember, alls um 31 tonni. Af
þessum afla fór um helmingur til vinnslu hjá kaupfélaginu, en
helmingur beint í útflutning. Verð á rækju var ntjög lágt í árslok,
og líklega verður rækjuvinnslulínan í geymslu fyrstu mánuði árs-
ins1992.
Útgerð rækjuskipsins Drangavíkur gekk sem fyrr mjög illa, og
þann 5. nóvember var fyrirtækinu veitt greiðslustöðvun í 3 nrán-
uði með úrskurði skiptaréttar Strandasýslu. Ekki er ljóst hvort
takast megi að bjarga Drangavík hf. frá gjaldþroti, en fari svo er
ljóst, að Kaupfélag Steingrímsfjarðar og Hólmadrangur hf. tapa
töluverðum fjármunum.
Rækjan, sem veiðist á Drangavík er unnin og fryst um borð í
skipinu. Hluti af rækjunni fer í umbúðir til útflutnings, en sá hluti
sem ekki hentar í þá vinnslu er lausfrystur í stórum pokum og
landað til vinnslu í landi. Á árinu 1991 lagði Drangavík upp 286
tonn af slíkri rækju á Hólmavík. Þessi rækja er síðan þýdd upp og
unnin þegar ekki er annað hráefni að hafa. Drangavíkurrækjan
hefur því gert það mögulegt að halda uppi vinnu í rækjuvinnsl-
unni árið um kring.
Á útmánuðum 1991 keypti útgerðarfélagið Guðmundur Guð-
mundsson hf. á Hólmavík hlutafélagið Æður hf. frá Víðigerði í
Vestur-Húnavatnssýslu. Með í kaupunum fylgdu 3 trillur, 60 tn.
þorskkvóti og 14 tonna rækjubátur, Jón Kjartan HU-27. Gert er
ráð fyrir að Jón Kjartan leggi enn sem fyrr upp innfjarðarrækju á
Hvammstanga.
20