Strandapósturinn - 01.06.1991, Page 23
Mannfjöldi. Þann 1. des. 1990 voru íbúar Strandasýslu 1066 og
hafði þá fjölgað um 17 frá árinu áður. Hins vegar hafði íbúum
fækkað um 118 frá árinu 1980. Fjölgunin 1990 var rnest í Hólma-
víkurhreppi, þar sem 16 manns bættust á íbúaskrána. Svipuð
fjölgun varð hlutfallslega í Arneshreppi, en þar fjölgaði íbúum
um 4.
Þann 1. desember 1990 sáust loks merki um minnkandi kven-
mannsleysi í Kirkjubólshreppi. Skv. íbúaskránni bjuggu þar í des.
1990 41 karl og 16 konur, en árið áður voru karlar jafnmargir en
konur aðeins 15. Konur voru því 28,07% af íbúum hreppsins, en
voru árið áður 26,78%. Þann 1. desember 1991 hafði staðan enn
lagast, því að skv. bráðabirgðatölum Hagstofunnar voru íbúar
hreppsins þá orðnir 59, þar af 18 konur, eða 30,51%.
Þann 1. desember 1991 voru íbúar Strandasýslu 1065 skv. bráða-
birgðatölum Hagstofunnar, og hafði því fækkað um einn milli
ára. Mest var fækkunin í Fellshreppi og Arneshreppi, en íbúum
fækkaði einnig í Bæjarhreppi og Óspakseyrarhreppi. Hins vegar
varð töluverð fjölgun í Kaldrananes-, Hólmavíkur- og Kirkjubóls-
hreppum.
A síðustu þremur árum hefur íbúum Hólmavíkurhrepps fjölg-
að urn 40, en í öllum öðrum hreppum sýslunnar hefur fólki
fækkað, nerna í Kaldrananeshreppi þar sem íbúafjöldinn 1991 var
sá sami og 1988. Alls fækkaði fólki í Strandasýslu um 6 á þessum
þremur árum.
Iþróttir. Að vanda hélt Héraðssamband Strandamanna (HSS)
uppi nokkuð öflugri starfsemi á árinu. Ekkert varð þó af fyrirhug-
aðri skíðakennslu vegna snjóleysis, og skíðamót sambandsins féll
niður af sömu ástæðum.
Síðla vetrar keypti Umf. Geislinn á Hólmavík 400 m langa,
rafknúna og færanlega skíðalyftu úr Bláfjöllum. Ætlunin var að
setja lyftuna upp á Steingrímsfjarðarheiði, en af því varð ekki
vegna snjóleysis. Umf. Neisti á Drangsnesi keypti einnig full-
komna toglyftu. Lyftan var sett upp, en kom að litlu gagni þar sem
snjóinn vantaði.
Iris B. Jónsdóttir og Sigrún Sævarsdóttir gegndu störfum fram-
kvæmdastjóra héraðssambandsins yfir sumarmánuðina. Steindór
21