Strandapósturinn - 01.06.1991, Page 25
kanttspyrnu, lið Hörpu í bikarkeppni 12—16 ára og lið Geislans í
bikarkeppni karla. Þá var lið Geislans stigahæst á sundmóti HSS, á
héraðsmóti HSS og á barnamóti í frjálsum íþróttum. Hins vegar
var lið félagsins ekki að sama skapi sigursælt í 4. deild fslandsmóts-
ins í knattspyrnu. Þar varð liðið neðst í sínum riðli með 3 stig,
skoraði 12 mörk, en fékk á sig 46.
46. ársþing Héraðssambands Strandamanna var haldið á
Hólmavík 7. september. Þar var Jón Olafsson kjörinn formaður
sambandsins fjórða árið í röð. A þinginu voru afhent verðlaun til
þeirra, sem sköruðu fram úr á íþrótta-sviðinu sumarið 1991. Guð-
mundur Waage frá Skálholtsvík var kjörinn frjálsíþróttamaður
ársins hjá HSS, Hrefna Guðmundsdóttir á Hólmavík var kjörin
sundmaður ársins. Knattspyrnumaður ársins var Bjarki H. Guð-
laugsson á Hólmavík og knattspyrnukona ársins Hrund Sverris-
dóttir. Þá var Hjálmar Guðbjörnsson á Hólmavík kjörinn knatt-
spyrnupolli ársins. A þinginu voru í fyrsta sinn kunngjörð úrslit í
kjöri íþróttamanns HSS. Hrefna Guðmundsdóttir hlaut þennan
titil. Hrefna er aðeins 12 ára, en hún skaraði frarn úr jafnöldrum
sínum og reyndar flestum öðrum Strandamönnum í frjálsum
íþróttum, auk þess að hljóta titilinn sundmaður ársins. Á árinu
setti hún m.a. Strandamet í sínum aldursflokki í hástökki og náði
bronsverðlaunum á Meistaramóti íslands í þeirri grein.
Menningarmál. Þann 19. apríl frumsýndi Leikfélag Hólmavíkur
dagskrána „Það er list að lifa“, en þessi dagskrá var samsett úr
þremur stuttum leikritum. Lengsta verkið var „Þú ert í blóma
lífsins fíflið þitt“ eftir Davíð Þ. Jónsson og unglingadeild Leikfé-
lags Hafnarfjarðar, en hin verkin voru „Náttgalabær“ eftir Ag-
öthu Christie í leikgerð Magnúsar Rafnssonar á Bakka og „Staður
og stund“ eftir Peter Barnes. Leikstjórar voru allir heimamenn;
Arnlín Óladóttir, Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir og Jón Jónsson.
Að loknurn sýningum á Hólmavík var farið með dagskrána í
leikferð og að vanda var síðasta sýningin í Trékyllisvík.
I maí hélt leikfélagið npp á 10 ára afmæli sitt með sérstakri
dagskrá í gamla samkomuhúsinu á Hólmavík.
I júní var hluti kvikmyndarinnar „Ingaló í grænum sjó“ tekinn
tipp á Drangsnesi og í gamla samkomuhúsinu á Hólmavík. Félag-
23