Strandapósturinn - 01.06.1991, Síða 28
Sumarið 1991 undirrituðu fulltrúar allra sveitarfélaga á Vest-
fjörðum, að Bæjar-, Arnes- og Nauteyrarhreppum frátöldum,
samning um Framhaldsskóla Vestijarða, sem skyldi taka við af
Menntaskólanum á Isafirði og sjá um allt framhaldsnám á Vest-
ijörðum. I tengslum við stofnun skólans kom upp hugmynd um
stofnun öldungadeildar á Hólmavík í umsjón Menntaskólans á
Isafirði. Þrátt fyrir að kostnaður við starfrækslu deildarinnar væri
áætlaður aðeins um kr. 130—150 þús. fyrir iiverja önn (misseri)
hafnaði menntamálaráðuneytið beiðni Hólmvíkinga um öld-
ungadeild. Ekkert varð því af kennslu í deildinni um haustið, en
um 30 manns hugðust stunda mámið.
Vegagerð. Töluverðar framkvæmdir voru í vegagerð í Stranda-
sýslu á árinu 1991. Stærsta verkefnið var nýbygging 3,9 km. vegar-
kafla frá Grjótá í Steingrímsfirði inn að vegamótum í Staðardal.
Verkið var boðið út, og átti Ellert Skúlason hf. á Suðurnesjum
lægsta tilboð, litlu lægra en Fylling hf. á Hólmavík. Ellert fékk
verkið, og sömu sögu var að segja um styrkingu 9,5 krn. vegarkafla
í Bitrufirði. Um tíma leit út fyrir að verktakar á Ströndum yrðu
verkefnalausir allt sumarið vegna þessa, en skömmu síðar fékk
Fylling hf. verk á Hálfdáni vestra, auk minna verks í Vatnsfirði í
Isaíjarðardjúpi. Þá vann Höttur sf. í Hrútafirði að vegagerð á
Oxnadalsheiði.
Af öðrum vegaframkvæmdum má nefna endurbyggingu vegar
og lagningu bundins slitlags frá Borðeyri að Kjörseyri í Hrúta-
firði, endurbætur á vegi í Veiðileysufirði ofl.
Byggingar. Enn voru talsverðar byggingarframkvæmdir á
Hólmavík. Þar var unnið við byggingu tveggja kaupleiguíbúða í
parhúsi, og um haustið var steyptur sökkull undir 2 íbúðir til
viðbótar. Þá hófust framkvæmdir við 3 einbýlishús á vegum ein-
staklinga, og komst eitt þeirra undir þak í árslok. Auk þess var
reist eitt hús í sérstöku smáhýsahverfi á Hólmavík. Framkvæmdir
við nýja félagsheimilið lágu hins vegar að mestu niðri, en þar var
þó unnið við bílastæði í vetrarbyrjun.
A Drangsnesi var unnið áfram við viðbyggingu við grunnskól-
ann. Lokið var við vatns- og hitalagnir og unnið við múrverk og
raflagnir. Einnig hófst smíðavinna innanhúss á árinu. Heildar-
26