Strandapósturinn - 01.06.1991, Page 44
Stóru-Ávík, sem er fyrir innan Reykjaneshyrnu, og skýrir frá því
að Benedikt Sæmundsson hafi byggt íshús þá um haustið. Einnig
hafi Elías og Guðmundur yngri reist íshús í Bæ sem hafi verið 9x5
álnir og hefur því verið lítið. Guðmundur yngri mun vera Guð-
mundur Ragnar Guðmundsson sem tók við búskap föður síns í
Bæ 1923. Þá segir Níels að Valgeir í Norðurfírði hafi einnig gert
ískofa og veturinn áður hafi Agnar í Steinstúni reist íshús. Guðjón
bóndi í Eyjum hafi komið sér upp íshúsi um vorið og margir fleiri
hafi byggt íshús en hann nafngreinir þá ekki.
29. október 1923 segir Níels að þessa daga og næstu viku byggi
Jón Magnússon á Gjögri íshús, en Jón var þar sjósóknari. Magnús
Hannibalsson á Gjögri átti íshús 1926 því að Níels segir í færslu 16.
mars þetta ár hafi þeir nokkrir fyllt íshús Magnúsar. Þetta íshús
nýtti Magnús hátt á fjórða ár en Níels segir í dagbók sinni 2.
desember 1930 að þá hafi Magnús rifið íshúsgrindina og skipt
viðnum milli manna.
18. október 1928 var svo byrjað á nýrri íshúsbyggingu á Gjögri.
Ekki segir Níels hverjir eigi þetta íshús en nefnir þá sem unnu
verkið sem voru Valdimar Thorarensen, Jafet, Jón Magnússon og
Ólafur Magnússon og Jón Jensson. Þessari íshúsbyggingu luku
þeir svo 3. desember þetta ár. Valdimar var lengi sjómaður á
Gjögri, einnig þeir bræður Jón og Ólafur. Jafet var Jónsson og frá
Reykjanesi, Jón Jensson var sjómaður á Gjögri.
Hvar voru íshús rekin 1930?
Fasteignamatið þetta ár sýnir okkur breytingar frá matinu 1917.
Nú er ekki getið um íshús hjá Birni á Smáhömrum og er með öllu
óljóst hvenær það hefur lagst af.
Einhvern tíma á þessu árabili milli fasteignamatanna keypti
Jóhann Þorsteinsson kaupmaður á Isafirði verslunarhús Riis-
verslunar á Hólmavík. Pétur Jónsson frá Stökkum segir að þau
kaup hafi farið frarn 1929. Jóhann var þá búinn að vera kaupmað-
ur og útgerðarmaður á Isafirði og kynntist rekstri íshúsa snemma,
en hann var féhirðir í fyrstu stjórn Ishúsfélags Isfirðinga 1912.
Hann var framkvæmdastjóri Grúts á Isafirði mestallan starfstíma
þess, en það fyrirtæki framleiddi lýsi úr þorsklifur. Jóhann hefur
42