Strandapósturinn - 01.06.1991, Blaðsíða 47
Helmingur veggja var úr steini, hitt úr torfi. Þak úr járni með torfi
undir. Skúr var áfastur þessu íshúsi. Eitthvað hafði húsið gengið
úr sér eða ekki verið nógu vel við haldið því að það var metið á
2.000 kr. en hafði verið metið tíu árum áður á 3.900 kr.
Matthías Helgason, bóndi á Kaldrananesi, átti Bjarnarnes, en
ábúandi 1940 var Jón Sigurðsson. Bjarnarnesbærinn er sunnan
undir samnefndu nesi rnilli Bjarnarfjarðar og Steingrímsfjarðar.
A jörðinni var þá lítið íshús sem var ásamt fiskhúsi metið á 80 kr.
Þessi hús voru að mestu úr torfi.
Þrír menn áttu Skarð í botni Bjarnarfjarðar f940. Einn þeirra,
Bjarni Jónsson, bjó á bænum með syni sínum Jóni. Ishús, eldhús
og skemrna þar á bæ voru metin sarnan á 70 kr.
Fasteignamatinu verður að treysta varlega. Áður hefur verið
minnst á að íshús Níelsar á Grænhól komu ekki frarn í matinu
1930 þótt sannanlega eigi hann íshús þá. En íshúss Gísla Jónatans-
sonar er getið í matinu 1940, en hann notaði sitt íshús fram til
1950, eins og áður hefur komið fram, og var það ásamt tveim
kofum metið á 40 kr. Torfi Guðbrandsson, sonarsonur Björns á
Smáhömrum, man eftir íshúsi þar á Smáhömrum eftir 1940, en
þess er ekki getið í matinu það ár.
Axel Thorarensen á Gjögri segir að Valdimar bróðir sinn hafi
nýtt íshúsið frá 1928, sem áður er getið fram til 1960.
Þetta yflrlit yfir íshúsin gömlu á Ströndum sýnir okkur að
heimildir eru fyrir 23 íshúsum þar á fjórum fyrstu áratugum
aldarinnar. Tvö þeirra voru í eigu kaupmanna, íshús Riis kaup-
manns í Hólmavík og Jóhanns Þorsteinssonar sem keypti Riis-
verslun. Þrjú áttu félög, Frosti á Drangsnesi, Verslunarfélag
Norðurfjarðar og Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hafnarhólmi,
þó að í frétt í Ægi 1907 segi að Carl Jensen kaupmaður sé þá að
byggja íshús út á Gjögri, verður að telja rétt það sem Axel Thorar-
ensen segir að Carl hafi aldrei byggt þar íshús. Níels Jónsson getur
heldur aldrei íshúsa í eigu Carls, hvorki á Gjögri né í Kúvíkum, en
þar verslaði Carl. Sjávarbændur eða sjómenn áttu flest íshúsin eða
20 talsins. Þau virðast flest hafa verið lítil og kannski fremur
ískofar en íshús. Hér er það kallað íshús þar sem beita og matvæli
voru fryst í blöndu af salti og ís og þannig gengið frá veggjum að
45