Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1991, Síða 54

Strandapósturinn - 01.06.1991, Síða 54
okkur upp fyrir Glám — sem er klettur fyrir ofan bæinn á Brekku — áleiðis yfir í Miðdal. Við vorum gríðarlega lengi að komast yfir hálendið og niður í Miðdalinn. Það tafði okkur verulega að reka annarra rnanna fé frá til þess að fá það ekki saman við hjá okkur. Eilífir snúningar voru í sambandi við þetta. Aldrei lentum við þó í því að fá fé saman við og við týndum heldur ekki nokkurri kind á ferðalaginu. Við fengum kaffí og kökur og fleira góðgæti á Tind og hvíldum okkur þar lengi. Næst komum við að Húsavík og gistum þar. Þar bjó þá Grímur Stefánsson. Þar þurftum við ekki að fara út fyrir dyr. Grímur tók bara við fénu og sagði okkur að skipta okkur ekkert af því. Við fórum bara inn í stofu að éta og sofa. Svoleiðis tóku nú Strandamenn á móti okkur. Grímur lét svo fylgja okkur, ég held helst alla leið inn að Kálfanesi. Þar stoppuðum við lengi. Alfaravegurinn lá þá fyrir ofan Kálfanestún og inn Hrískinn. Eg man það vel, að Magnús Lýðsson lét fylgja okkur inn fyrir Ósá, sem var mjög vatnsmikil, og langleiðina inn að Hrófbergi. Þá var þetta nú farið að styttast. En Staðará var eftir. Það var andskoti vont víða að koma fénu yfir árnar. Þórður gamli stóð þá yfirleitt fyrir neðan og hjálpaði lömbum, sem hröktust undan straumi, en við strákarnir rákum. Enn hef ég ekki nefnt, að við vorum með tvö lömb, sem ekki gátu stigið í lappirnar, reiddum við þau á fylfullri hryssu. Settum þau í sfldarmjölspoka og hengdum þau sitt hvorum megin á merina. Þeim leið þarna ágætlega. Við tókum þau alltaf niður, þegar stoppað var. Yfir Staðará rákum við á fjöru. og loks komumst við alla leið heim að Stað. Fljótlega eftir að við komum norður fjölgaði í hópnum. Tvær hryssur, sem verið höfðu í ferðinni, áttu sitt fol- aldið hvor. Ekki man ég, hve lengi við vorum á leiðinni, ég held helst eina 12 daga og fremur fleiri en færri. Verst þótti mér hve lítið ég fékk að sofa. Klæðnað höfðum við nægan, enda tíðin góð. Við gengum á kúskinnsskóm, höfðum nóg af þeim. Ekkert þýddi að hafa sokka- skipti, maður var orðinn rennblautur í lappirnar um leið og lagt var af stað að morgni, sísullandi í mýrum og lækjum. Eg held ég 52
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.