Strandapósturinn - 01.06.1991, Síða 54
okkur upp fyrir Glám — sem er klettur fyrir ofan bæinn á Brekku
— áleiðis yfir í Miðdal. Við vorum gríðarlega lengi að komast yfir
hálendið og niður í Miðdalinn. Það tafði okkur verulega að reka
annarra rnanna fé frá til þess að fá það ekki saman við hjá okkur.
Eilífir snúningar voru í sambandi við þetta. Aldrei lentum við þó í
því að fá fé saman við og við týndum heldur ekki nokkurri kind á
ferðalaginu.
Við fengum kaffí og kökur og fleira góðgæti á Tind og hvíldum
okkur þar lengi. Næst komum við að Húsavík og gistum þar. Þar
bjó þá Grímur Stefánsson. Þar þurftum við ekki að fara út fyrir
dyr. Grímur tók bara við fénu og sagði okkur að skipta okkur
ekkert af því. Við fórum bara inn í stofu að éta og sofa. Svoleiðis
tóku nú Strandamenn á móti okkur. Grímur lét svo fylgja okkur,
ég held helst alla leið inn að Kálfanesi. Þar stoppuðum við lengi.
Alfaravegurinn lá þá fyrir ofan Kálfanestún og inn Hrískinn. Eg
man það vel, að Magnús Lýðsson lét fylgja okkur inn fyrir Ósá,
sem var mjög vatnsmikil, og langleiðina inn að Hrófbergi. Þá var
þetta nú farið að styttast. En Staðará var eftir. Það var andskoti
vont víða að koma fénu yfir árnar. Þórður gamli stóð þá yfirleitt
fyrir neðan og hjálpaði lömbum, sem hröktust undan straumi, en
við strákarnir rákum.
Enn hef ég ekki nefnt, að við vorum með tvö lömb, sem ekki
gátu stigið í lappirnar, reiddum við þau á fylfullri hryssu. Settum
þau í sfldarmjölspoka og hengdum þau sitt hvorum megin á
merina. Þeim leið þarna ágætlega. Við tókum þau alltaf niður,
þegar stoppað var.
Yfir Staðará rákum við á fjöru. og loks komumst við alla leið
heim að Stað. Fljótlega eftir að við komum norður fjölgaði í
hópnum. Tvær hryssur, sem verið höfðu í ferðinni, áttu sitt fol-
aldið hvor.
Ekki man ég, hve lengi við vorum á leiðinni, ég held helst eina 12
daga og fremur fleiri en færri. Verst þótti mér hve lítið ég fékk að
sofa. Klæðnað höfðum við nægan, enda tíðin góð. Við gengum á
kúskinnsskóm, höfðum nóg af þeim. Ekkert þýddi að hafa sokka-
skipti, maður var orðinn rennblautur í lappirnar um leið og lagt
var af stað að morgni, sísullandi í mýrum og lækjum. Eg held ég
52