Strandapósturinn - 01.06.1991, Side 57
Hún var á færaveiðum frá Stykkishólmi. Utgerðarmaðurinn hét
Sæmundur Halldórsson. Skútan gekk eingöngu fyrir seglum.
Engin vél var í skipinu. Við vorum mánuð úti, án þess að koma í
land. Þegar Fanney hætti veiðum, fór ég norður á Strandir, sem
róðrarmaður á Drangsnesi, sem síðar segir frá“.
Nú gefum við Kristínu orðið:
„Ég er fædd á Þiðriksvöllum í Hrófbergshreppi. Móðir mín hét
Pálína Samúelsdóttir, fædd í Bolungarvík og e.t.v. ættuð þaðan.
Þegar ég fæddist var hún vinnukona hjá Isak einhverjum, sem
hefur líklega verið húsmaður á Þiðriksvöllum, því að ekki er hans
getið sem bónda þar á þessum árum í Strandamönnum séra Jóns
Guðnasonar. Ég er ekki hjónabandsbarn og faðir minn er að
vestan, frá Kletti í Gufudalssveit. Ég átti aldrei heima þar og var
aldrei hjá honum. Ég held ég hafi aðeins einu sinni, þá fullorðin,
komið að Kletti. Þriggja vikna gömul var ég tekin í fóstur af Jóni
Jónssyni kennara og Önnu Arnadóttur á Drangsnesi og ólst upp
hjá þeim, fyrst þar til 9 ára aldurs (1921), en þá flytja þau til
Akureyrar, til barna sinna, sem voru flutt þangað áður, og ég fór
með þeim. Þar var ég hjá þeim og Maríu dóttur þeirra til 1929, að
ég fór aftur til Drangsness sem línustúlka til bræðranna Jóns
Péturs og Ingimars, sona þeirra Jóns og Önnu. Þeir gerðu þar út
bát, sem Guðmundur hét. Þá var til siðs að hafa línustúlkur á
báturn. Andrés var líka við róðra á Drangsnesi og þar hittumst við
fyrst. Andrés kom á Strandir með séra Jóni Norðfjörð, þegar
hann kom að Stað í annað sinn (1929)“.
Andrés: „Já, ég reri með Fúsa, Sófusi Magnússyni, um tíma.
Minn fyrsta róður fór ég þó með Ingimar Jónssyni. Hann lagði á
Kleifaleguna.1 Báturinn bar ekki aflann, við urðum að fara upp í
Reykjanesið og losa. Líka var ég vinnumaður hjá Arna Andrés-
syni, sem þá var á Drangsnesi. Vann mikið hjá honum við fisk-
flatningu og söltun. Tvisvar sendi lrann mig til róðra vestur, á
Isafjörð og víðar eins og gert var þá og þótti sjálfsagt um vinnu-
1 Fiskimið á Steingrímsfirði.
55